Þjóðmál - 01.12.2010, Page 92

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 92
90 Þjóðmál VETUR 2010 sem fór fram nú í haust . Þá minntist hún þess ekki að hafa farið fram á að Björgvin yrði ekki látinn vita af Glitnismálinu en á sömu opnu segir Björgvin að Ingibjörg hafi beðið Jón Þór og Össur að nefna málið ekki við nokkurn mann! Björgvin segist meta það við Geir Haarde að í Kastljósviðtali 29 . september hafi hann viðurkennt að ekki hafi verði rétt að Glitnismálinu staðið gagnvart sér og viðskiptaráðuneytinu . Rétt hefði verið að hafa ráðuneytið með í málinu frá fyrsta degi . Það var þó ekki við Geir Haarde að sakast heldur for ystu menn Samfylkingar að viðskiptaráðherra var ekki með á fundum þessa daga og Björgvin viðurkennir það í raun í bókinni . Hann veit að áralöng hefð var fyrir því að forystumenn hvers stjórn ar flokks skipuðu sínu fólki til verka án af skipta hins . Þar að auki átti Samfylkingin sína full trúa á staðnum, Össur og Jón Þór, og for- sætisráðherra hefur án efa gengið út frá því að aðstoðarmaður viðskiptaráðherra myndi setja hann inn í málin . Í þessu samhengi er áhugavert að lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá s ögn Össurar Skarphéðinssonar af sam skipt um sínum við Ingibjörgu Sólrúnu þennan dag en hann hringdi í hana eftir að hafa fengið skilaboð um að hún væri að reyna að ná í sig: „Þá sagði hún mér það að ég ætti að fara niður í Glitni og það væri krísa þar og hún sagði mér hvað væri um að ræða, Glitnir væri að fara niður . Hún sagði mér af tillögunni sem lægi fyrir, ég man ekki betur, 75 prósentunum, og ég sagði við hana: Bíddu, á ég að fara þarna? Ég meina, [ég hef ] hvorki áhuga né vit á þessu, og hún sagði: Það þarf einhvern sem þarf að stýra þessu af okkar hálfu sem hefur reynslu . Og ég sagði við hana: En á ég þá ekki að taka viðskiptaráðherra með mér? Hún sagði: Nei . Jón Þór verður þarna með þér . Ég sagði: En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, „keep it under wraps“ .“ Í kjölfar þessara atburða íhugaði Björg- vin afsögn og raunar næstu þrjá mánuði . Svo fór að hann lét verða af því en ekki fyrr en rétt áður en ríkisstjórnarsamstarfi Sam- fylk ingar og Sjálfstæðisflokks var slitið . Niðurstaða Björgvins er sú að hann hefði átt að segja af sér mun fyrr . Væntan lega eru margir sammála honum um það . Ef bókin á að vera uppgjör við menn og atburði þá er það tiltölulega sársaukalaust . Björg vin sparkar ekki fast í nokkurn mann og reynir jafn vel að bera í bætifláka fyrir þá jafnharðan og hann setur fram gagnrýni og eru dæmi um slíkt bæði gagnvart Ingi björgu Sólrúnu og Geir H . Haarde . Hann eignar samstarfsfólki sínu mikinn heiður af því sem vel tókst til og leggur gott orð til mun fleiri en slæmt . Það er helst að ónafngreindir sjálfstæðismenn og „kosn inga smalar“ Sjálfstæðisflokksins fái pillur frá Björgvini . Hann hrósar vinum sínum, stuðni ngsmönnum og samstarfs- fólki í við skipta ráðuneytinu mjög og leggur m .a .s . gott orð til undirritaðrar vegna að- komu að undirbúningi og framkvæmd blaða mannafunda í október 2008 ásamt nokkr um samstarfsmönnum . Fyrir það er þakkað hér . Í hinni pólitísku mynd sem Björgvin dreg ur upp af sjálfum sér í bókinni leggur hann mesta áherslu á tvennt: Annars vegar andstöðuna við samstarfið við Sjálf stæðis- flokkinn og baráttuna fyrir aðild Ís lands að Evrópusambandinu hins vegar . Af

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.