Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 92

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 92
90 Þjóðmál VETUR 2010 sem fór fram nú í haust . Þá minntist hún þess ekki að hafa farið fram á að Björgvin yrði ekki látinn vita af Glitnismálinu en á sömu opnu segir Björgvin að Ingibjörg hafi beðið Jón Þór og Össur að nefna málið ekki við nokkurn mann! Björgvin segist meta það við Geir Haarde að í Kastljósviðtali 29 . september hafi hann viðurkennt að ekki hafi verði rétt að Glitnismálinu staðið gagnvart sér og viðskiptaráðuneytinu . Rétt hefði verið að hafa ráðuneytið með í málinu frá fyrsta degi . Það var þó ekki við Geir Haarde að sakast heldur for ystu menn Samfylkingar að viðskiptaráðherra var ekki með á fundum þessa daga og Björgvin viðurkennir það í raun í bókinni . Hann veit að áralöng hefð var fyrir því að forystumenn hvers stjórn ar flokks skipuðu sínu fólki til verka án af skipta hins . Þar að auki átti Samfylkingin sína full trúa á staðnum, Össur og Jón Þór, og for- sætisráðherra hefur án efa gengið út frá því að aðstoðarmaður viðskiptaráðherra myndi setja hann inn í málin . Í þessu samhengi er áhugavert að lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá s ögn Össurar Skarphéðinssonar af sam skipt um sínum við Ingibjörgu Sólrúnu þennan dag en hann hringdi í hana eftir að hafa fengið skilaboð um að hún væri að reyna að ná í sig: „Þá sagði hún mér það að ég ætti að fara niður í Glitni og það væri krísa þar og hún sagði mér hvað væri um að ræða, Glitnir væri að fara niður . Hún sagði mér af tillögunni sem lægi fyrir, ég man ekki betur, 75 prósentunum, og ég sagði við hana: Bíddu, á ég að fara þarna? Ég meina, [ég hef ] hvorki áhuga né vit á þessu, og hún sagði: Það þarf einhvern sem þarf að stýra þessu af okkar hálfu sem hefur reynslu . Og ég sagði við hana: En á ég þá ekki að taka viðskiptaráðherra með mér? Hún sagði: Nei . Jón Þór verður þarna með þér . Ég sagði: En á ég ekki að hringja í viðskiptaráðherrann? Og hún sagði: Ekki strax, þannig að ekki tala við neinn, „keep it under wraps“ .“ Í kjölfar þessara atburða íhugaði Björg- vin afsögn og raunar næstu þrjá mánuði . Svo fór að hann lét verða af því en ekki fyrr en rétt áður en ríkisstjórnarsamstarfi Sam- fylk ingar og Sjálfstæðisflokks var slitið . Niðurstaða Björgvins er sú að hann hefði átt að segja af sér mun fyrr . Væntan lega eru margir sammála honum um það . Ef bókin á að vera uppgjör við menn og atburði þá er það tiltölulega sársaukalaust . Björg vin sparkar ekki fast í nokkurn mann og reynir jafn vel að bera í bætifláka fyrir þá jafnharðan og hann setur fram gagnrýni og eru dæmi um slíkt bæði gagnvart Ingi björgu Sólrúnu og Geir H . Haarde . Hann eignar samstarfsfólki sínu mikinn heiður af því sem vel tókst til og leggur gott orð til mun fleiri en slæmt . Það er helst að ónafngreindir sjálfstæðismenn og „kosn inga smalar“ Sjálfstæðisflokksins fái pillur frá Björgvini . Hann hrósar vinum sínum, stuðni ngsmönnum og samstarfs- fólki í við skipta ráðuneytinu mjög og leggur m .a .s . gott orð til undirritaðrar vegna að- komu að undirbúningi og framkvæmd blaða mannafunda í október 2008 ásamt nokkr um samstarfsmönnum . Fyrir það er þakkað hér . Í hinni pólitísku mynd sem Björgvin dreg ur upp af sjálfum sér í bókinni leggur hann mesta áherslu á tvennt: Annars vegar andstöðuna við samstarfið við Sjálf stæðis- flokkinn og baráttuna fyrir aðild Ís lands að Evrópusambandinu hins vegar . Af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.