Þjóðmál - 01.12.2010, Side 96

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 96
94 Þjóðmál VETUR 2010 ar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur . Allt er þetta satt og rétt . En nauðsynlegt er að bæta við einum þætti í viðbót . Stjórnmál og samstarf í stjórnmálum snúast um traust . Það gildir ekki síst í ríkisstjórnarsamstarfi . Menn geta párað allt sem þá lystir á blað, haft stjórnarsáttmálana þykka sem biblíu og skrifað endalausar fundargerðir . En ekkert af þessu kemur að gagni ef traustið skortir . Vandi fyrrverandi ríkisstjórnar var í því fólginn að þar voru á ferðinni óheilindi . Við gerðum okkur ekki grein fyrir því í Sjálfstæðisflokknum, fyrr en um seinan . Það átti að minnsta kosti við um mig . Við töldum okkur trú um að við værum öll að róa í sömu átt . Alveg fram á síðustu stundu . Jafnvel á síðasta ríkisstjórnarfundinum, sem haldinn var í Alþingishúsinu, vorum við að vinna að framtíðarverkefnum og leggja á ráðin sameiginlega um hvernig við tækjum á málum . Þetta var á föstudegi . Á mánudeginum á eftir var ríkisstjórninni slitið . Þá var okkur líka orðið ljóst að í gangi höfðu verið undirmál af hálfu tiltekinna samfylkingarmanna og þau staðið lengi . Fram hefur komið opinberlega að ein- staka áhrifamenn Samfylkingarinnar voru í leynipukri með ýmsum forystu mönnum Vinstri grænna og jafnvel Fram sóknar- flokksins allt frá hruni . Í bók Björgvins G . Sigurðssonar, Storminum, sem nú er ný lega komin út, kemur líka fram að innan Sam- fylkingarinnar hafi strax við hrun komið upp hugmyndir um að slíta stjórnar s- amstarfinu . Þar nefnir hann til sögunnar ráðherra flokksins . Hann segir þó að þær raddir hafi hljóðnað . En þó er ljóst að þessi hugsun var til staðar innan flokksins alla tíð . Gleymum því ekki að Samfylkingin á rætur sínar í mörgum flokkum . Hún líkist oft á tíðum fremur hreyfingu en skipulögðum flokki . Umtalsverður hluti flokksmanna á pólitískan uppruna sinn í blindu hatri á Sjálfstæðisflokknum eins og við höfum séð svo berlega síðustu mánuðina . Án þess að við sjálfstæðismenn gerðum okkur grein fyrir, er nú orðið ljóst að setið var á svikráðum þessa haustdaga . Það átti örugg- lega mikinn, „kannski mestan“ þátt í falli ríkisstjórnarinnar . Önnur stoð stjórn arsam- starfsins, Samfylkingin, var í þeim skilningi, bæði „feyskin og fúin, farin og lúin“, svo vitnað sé í sjálfan Megas . Það var því ekki við góðu að búast . Til viðbótar við risavaxið úrlausnarefni hrunsins var setið á svikráðum . Þar voru á ferðinni þeir sem síst skyldi og okkur grunaði síst . Þegar þannig er unnið getur bara farið á einn veg . Þegar traustið er farið og heilindin horfin er fátt eftir í stjórnarsamstarfi . Það kennir okkur sagan, það sýndi sig í ársbyrjun 2009 og það á líka við núna . Lifandi ævisaga einstaks sögumanns Árni Bergmann: Alvara lífsins – ævisaga Gunnars Eyjólfssonar, JPV útgáfa, Reykjavík 2010, 297 bls . Eftir Björn Bjarnason Nýlega dvaldist ég með Gunnari Eyjólfs syni í Skálholti ásamt hópi af fólki og sátum við að spjalli kvöldstund . Ég bað Gunnar að segja okkur frá því, þegar hann var fararstjóri fyrir hópi Pólverja á staðnum fyrir nokkrum árum og gekk með þeim að minnisvarðanum um Jón Arason og syni hans . Gunnar reis á fætur og sagði okkur sög- una og hve djúp áhrif það hafði á hann þegar Pólverjarnir hófu að syngja og létu þannig í ljós virðingu sína fyrir því að vera á helgri jörð, þar sem blóði píslarvotta hefði verið úthellt . Hann tengdi þessa sögu ógleymanlegri

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.