Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál VETUR 2010 ar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur . Allt er þetta satt og rétt . En nauðsynlegt er að bæta við einum þætti í viðbót . Stjórnmál og samstarf í stjórnmálum snúast um traust . Það gildir ekki síst í ríkisstjórnarsamstarfi . Menn geta párað allt sem þá lystir á blað, haft stjórnarsáttmálana þykka sem biblíu og skrifað endalausar fundargerðir . En ekkert af þessu kemur að gagni ef traustið skortir . Vandi fyrrverandi ríkisstjórnar var í því fólginn að þar voru á ferðinni óheilindi . Við gerðum okkur ekki grein fyrir því í Sjálfstæðisflokknum, fyrr en um seinan . Það átti að minnsta kosti við um mig . Við töldum okkur trú um að við værum öll að róa í sömu átt . Alveg fram á síðustu stundu . Jafnvel á síðasta ríkisstjórnarfundinum, sem haldinn var í Alþingishúsinu, vorum við að vinna að framtíðarverkefnum og leggja á ráðin sameiginlega um hvernig við tækjum á málum . Þetta var á föstudegi . Á mánudeginum á eftir var ríkisstjórninni slitið . Þá var okkur líka orðið ljóst að í gangi höfðu verið undirmál af hálfu tiltekinna samfylkingarmanna og þau staðið lengi . Fram hefur komið opinberlega að ein- staka áhrifamenn Samfylkingarinnar voru í leynipukri með ýmsum forystu mönnum Vinstri grænna og jafnvel Fram sóknar- flokksins allt frá hruni . Í bók Björgvins G . Sigurðssonar, Storminum, sem nú er ný lega komin út, kemur líka fram að innan Sam- fylkingarinnar hafi strax við hrun komið upp hugmyndir um að slíta stjórnar s- amstarfinu . Þar nefnir hann til sögunnar ráðherra flokksins . Hann segir þó að þær raddir hafi hljóðnað . En þó er ljóst að þessi hugsun var til staðar innan flokksins alla tíð . Gleymum því ekki að Samfylkingin á rætur sínar í mörgum flokkum . Hún líkist oft á tíðum fremur hreyfingu en skipulögðum flokki . Umtalsverður hluti flokksmanna á pólitískan uppruna sinn í blindu hatri á Sjálfstæðisflokknum eins og við höfum séð svo berlega síðustu mánuðina . Án þess að við sjálfstæðismenn gerðum okkur grein fyrir, er nú orðið ljóst að setið var á svikráðum þessa haustdaga . Það átti örugg- lega mikinn, „kannski mestan“ þátt í falli ríkisstjórnarinnar . Önnur stoð stjórn arsam- starfsins, Samfylkingin, var í þeim skilningi, bæði „feyskin og fúin, farin og lúin“, svo vitnað sé í sjálfan Megas . Það var því ekki við góðu að búast . Til viðbótar við risavaxið úrlausnarefni hrunsins var setið á svikráðum . Þar voru á ferðinni þeir sem síst skyldi og okkur grunaði síst . Þegar þannig er unnið getur bara farið á einn veg . Þegar traustið er farið og heilindin horfin er fátt eftir í stjórnarsamstarfi . Það kennir okkur sagan, það sýndi sig í ársbyrjun 2009 og það á líka við núna . Lifandi ævisaga einstaks sögumanns Árni Bergmann: Alvara lífsins – ævisaga Gunnars Eyjólfssonar, JPV útgáfa, Reykjavík 2010, 297 bls . Eftir Björn Bjarnason Nýlega dvaldist ég með Gunnari Eyjólfs syni í Skálholti ásamt hópi af fólki og sátum við að spjalli kvöldstund . Ég bað Gunnar að segja okkur frá því, þegar hann var fararstjóri fyrir hópi Pólverja á staðnum fyrir nokkrum árum og gekk með þeim að minnisvarðanum um Jón Arason og syni hans . Gunnar reis á fætur og sagði okkur sög- una og hve djúp áhrif það hafði á hann þegar Pólverjarnir hófu að syngja og létu þannig í ljós virðingu sína fyrir því að vera á helgri jörð, þar sem blóði píslarvotta hefði verið úthellt . Hann tengdi þessa sögu ógleymanlegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.