Skólavarðan - 01.04.2010, Síða 15

Skólavarðan - 01.04.2010, Síða 15
15 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Matti Tapani Saarinen fluttist hingað frá Finn- landi fyrir fjórum árum og hefur kennt á gítar bæði á Egilsstöðum og Akureyri. Hann hefur starfað í Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónak, síðan í haust. Tónlistarskólinn heyrir undir skólanefnd Akureyrar og vinnur í samstarfi við grunn- skóla í bænum. Matti kennir til dæmis tvisvar í viku í Brekkuskóla utan þeirrar kennslu sem fram fer í sjálfum tónlistarskólanum. Hann segir samstarf við grunnskóla vera mjög mikilvægt og telur að jafnvel mætti auka það enn frekar. „Ég kenni meðal annars krökkum sem eiga erfitt í skóla og hópkennsla hentar þeim ekki,“ segir Matti. „Samstarfið við grunnskólana gengur almennt mjög vel. Mér finnst þó stundum að það mætti vera meira samstarf um þá krakka sem eiga erfitt fyrir. Það þyrfti jafnvel að gefa tónlist og öðrum listgreinum meira vægi í skólunum.“ Þá hafa tónlistarskólinn og Akureyrarbær lagt vinnu í að meta starfsemina í samanburði við kennslu í grunnskólum. „Verið er að vinna með atriði eins og kennsluskyldu, viðveru og slíkt sem er þekkt í grunnskólunum,“ útskýrir hann. Engin niðurgreiðsla Matti var á Egilsstöðum fyrir tveimur árum þegar efnahagslægðin skall á þjóðinni og segir að þar hafi tónlistarkennararnir fundið fyrir nokkrum breytingum á nemendum. „Í mörgum tilvikum fóru foreldrar að sýna tónlistarnámi barna sinna enn meiri áhuga og athygli, helst vegna þess að þeir höfðu minni vinnu en áður,“ segir hann. „Sumir þurftu að hætta vegna skólagjalda því Egilsstaðabær hætti að greiða niður ýmist tómstundarstarf. Sem betur fer var þó ekki mikið um það.“ Meiri tónmennt í Finnlandi Þegar Matti ber saman tónlistarnám í Finn- landi og hér á Íslandi segir hann kerfið vera nokkuð svipað, nemendur þar þurfi þó að taka Gott samstarf á Akureyri Matti Tapani Saarinen frá Finnlandi hefur starfað sem gítarkennari á Íslandi í fjögur ár. inntökupróf í tónlistarskóla sem þeir þurfi ekki að gera hér. Þá telur hann skólagjöldin vera svipuð. „Það er þó áherslumunur á tónlistarkennslu í þessum tveimur löndum. Hér á Íslandi er mjög misjafnt hvort og hversu lengi tónmennt er kennd. Til dæmis er hún ekkert kennd á Egilsstöðum í ár. Í Finnlandi er tónmennt kennd mun lengur og í öllum grunnskólum.“ Matti segir enn fremur að þar sé hljóðfærakennslan líka venjulega kennd inni í grunnskólunum en víða sé það ekki gert hér. Hann er því ánægður með þá stefnu Tónak og Akureyrarbæjar að fara með tónlistina inn í skólana. Tónmennt mikilvæg Matti telur mikilvægt að sem mest tónmennt sé kennd í grunnskólum og að leggja megi meiri áherslu á það víða hér á landi. „Ef engin tónmennt er kennd á grunnskólastigi og börn ekki kynnt fyrir tónlist verður starf tónlistarkennara mun erfiðara,“ útskýrir hann. „Ef lögð væri meiri áhersla á almenna tón- menntakennslu gætu tónlistarskólar einbeitt sér mun betur eingöngu að hljóðfærakennslu. Þannig að niðurskurður í tónmennt í grunn- skólum hefur tvímælalaust áhrif á tónlistar- skóla landsins og nemendur.“ Það mætti vera meira samstarf um þá krakka sem eiga erfitt. fólkiÐ

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.