Skólavarðan - 01.04.2010, Side 27

Skólavarðan - 01.04.2010, Side 27
27 Skólavarðan 3.tbl. 2010– formenn spurðir tíðinda „Djúpstæð fagvitund er að mínu mati ein meginforsenda þess að menn geti axlað ábyrgð á málaflokknum þannig að menntunin sjálf sé í hásæti og þetta á jafnt við um alla hagsmunaðila,“ segir Sigrún. Svæðisþing tónlistarskóla haust 2010 Austurland (Egilsstaðir): 27. ágúst Norðurland (Akureyri): 9. september. Vestfirðir (Ísafjörður): 10. september. Suðurland og Suðurnes (Reykjanesbær): 16. september Vesturland (Borgarnes) 23. september Höfuðborgarsvæðið (nánar ákv. síðar) 24. september Er skorið grimmt niður í tónlistarskólum? „Það er vissulega búið að skera mikið niður í tónlistarskólum, því miður, og það hefur víða haft mikil áhrif á faglegt skólastarf þar sem mörg skref eru stigin aftur á bak. Við í FT fylgjumst vel með gangi mála og gerðum meðal annars könnun núna í mars á niðurskurði í tón- listarskólum sem verður til umfjöllunar á svæðisþingum næsta haust. Niðurstöður sýna að ástandið er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga. Á landsvísu er niðurskurðurinn að meðaltali um 9% frá árinu 2009 til 2010 og nær hann frá 0% upp í 22%. Einnig ber á sameiningu skólastofnana sem leið til niðurskurðar. Við reynum að styðja við og hafa áhrif til góðs hvar og hvenær sem við getum, í aðstoð við skóla- stjórnendur í varnarbaráttu þeirra fyrir faglegri starfsemi skólanna, við að skýra áhrif leiða sem eru til umræðu í tengslum við niðurskurð og setja fram rök með og á móti valkostum. Eins og fram kom í úttekt Anne Bamford fyrir menntamálaráðu- neytið á stöðu listfræðslu á Íslandi þá þurfum við að efla hana og þróa en alls ekki að draga úr. Ef teknar eru saman ýmsar tillögur sem Anne setur fram í skýrslu sinni og áherslur í alþjóðlegum stefnumarkandi skjölum um nauðsyn þess að efla listfræðslu og skapandi starf í mennta- kerfi þjóða þá má sjá að margt er óunnið og skemmtileg og ögrandi verkefni framundan. Þar verður fagmennska kennara og samræða þeirra við yfirvöld skólamála og fólkið í landinu í algleymingi.“ spjörunum úr „Fagmennska er til alls fyrst“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.