Skólavarðan - 01.04.2010, Side 28

Skólavarðan - 01.04.2010, Side 28
28 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Þökk fyrir frábærar móttökur! Undanfarnar vikur höfum við starfsmenn Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands heimsótt grunn- og framhaldsskóla um allt land og sýnt útskriftarnemendum hvernig þeir geta búið til ferilskrá á netinu með evrópsku sniði sem kallast Europass. Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir þetta átak myndarlega enda hefur verið lögð mikil vinna í að búa til ferilskrá sem hentar jafnt þeim sem eiga að baki langa starfsævi og þeim sem eru að taka sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum. Nemendur í margmiðlunarhönnun í Borgarholts- skóla bjuggu til myndband fyrir okkur með aðstoð kennara sinna um hvernig best er að gera ferilskrána og settu á YouTube. Sýndum við nemendum myndbandið og spjölluðum við þau um hvers vegna væri mikilvægt að gera ferilskrá og að hvaða leyti Europass ferilskráin væri ólík öðrum. Alls höfum við heimsótt rúmlega sextíu skóla og hitt vel á annað þúsund nemendur auk fjölmargra náms- og starfsráðgjafa, kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna skólanna. Með þessu greinar- korni langar okkur að þakka fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið. Sérlega ánægjulegt var að hitta hina efnilegu æsku landsins sem lætur ekki tímabundna efnahagserfi ðleika aftra sér frá því að hafa stórar fyrirætlanir um framtíðina og er tilbúin að leggja ýmislegt á sig til að ná settu marki. Þegar hugmyndin um að kynna gerð ferilskrár í grunnskólum og framhaldsskólum var fyrst rædd fyrir nokkrum árum þótti mörgum hún vera mesta fásinna, fólk á þessum aldri hefði lítið eða ekkert að setja í slíka skrá. Á þeim tíma var þetta hins vegar ekki rétt. Í skólum á höfuðborgarsvæðinu sem þá voru heimsóttir vann um það bil helmingur nemenda með skólanum, í sjoppum, við barnapössun, við að bera út blöð og fl eira þess háttar. Öll unnu þau á sumrin, kunnu heilmikið í tungumálum, voru geysilega fl ink á tölvur og fl est gátu fært inn upplýsingar um uppbyggileg áhugamál og tómstundastarf. Störfum utan skóla hefur vissulega fækkað og sérstaklega virðast ung- lingar eiga erfi tt með að fi nna sumarstörf eftir fyrsta og annan vetur í framhaldsskóla. Ástandið víða um land er þó misjafnt hvað þetta varðar og sem betur fer er á sumum stöðum framboð af ágætum og jafnvel vel launuðum störfum fyrir ungt og áhugasamt fólk. Þeir sem eru ekki jafn heppnir virðast nýta tímann til þess að bæta við sig ýmsu sem mun koma þeim að gagni á vinnumarkaði í framtíðinni. Tölvulæsi þeirra er til dæmis mun meira en okkar sem eldri erum og ensk tunga er þeim næstum eins eðlileg og íslenska. Atvinnurekendur biðja nú í auknum mæli um einhver gögn frá öllum þeim sem sækja um störf. Helst vilja þeir fá bæði ferilskrá og meðmæli frá skólum eða öðrum atvinnurekendum. Auðvitað er hægt að útbúa ferilskrá í ritvinnsluforriti en hún verður að líta vel út, vera rétt stafsett og brýnt er að telja allt með sem fólk kann og getur. Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum misstu af heimsókn okkar má benda á vefi nn http://europass.is/, á krækjunni Europass ferilskrá er bæði kynningarmyndband og leið inn á vefi nn til þess að búa til Euro- pass ferilskrá eða uppfæra hana. Við ætlum líka að reyna að koma því við að heimsækja fl eiri skóla, berist okkur óskir um það. Kveðjur til grunn- og framhaldsskóla frá Europass hópnum Texti: Dóra Stefánsdóttir verkefnisstjóri, Margrét K. Sverrisdóttir verkefnisstjóri og Ársæll Þorsteinsson tímabundinn starfsmaður. Myndir: Úr einkasafni BrÉf Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til eftirtalinna trúnaðarstarfa: 1. Formanns. Kosið verður í embætti formanns í almennri kosningu félagsmanna KÍ sem lokið skal eigi síðar en 14. desember 2010 (sjá 17. gr. laga KÍ). 2. Varaformanns. Kosið verður í embætti varaformanns í almennri kosningu félagsmanna KÍ sem lokið skal eigi síðar en 28. febrúar 2011 (sjá 17. gr. laga KÍ). 3. Kjörstjórnar (5 aðalmenn og 3 varamenn), stjórnar orlofssjóðs (7 aðalmenn og 3 varamenn), stjórnar sjúkrasjóðs (5 aðalmenn og 5 varamenn), stjórnar vinnudeilusjóðs (5 aðalmenn og 5 varamenn), uppstillingarnefndar (6 aðalmenn og 6 varamenn), skoðunarmenn reikninga (2 aðalmenn og 1 varamaður). Í þessi störf (undir 3. lið) verður kosið á fi mmta þingi sambandsins sem haldið verður í apríl 2011. Tilnefningum um formann skal skila fyrir 15. október 2010 og tilnefningum um varaformann og aðrar trúnaðarstöður fyrir 15. janúar 2011. Nöfnum frambjóðenda fylgi: Kennitala, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, vinnustaður, netfang og mynd. Tilnefningar skal senda Stefáni Andréssyni formanni uppstill- ingarnefndar í tölvupósti á eftirfarandi netföng: stand@fb.is eða stand@mi.is. Berist staðfesting ekki innan tveggja sólarhringa er líklegt að sendingin hafi misfarist. Uppstillingarnefnd fer þess á leit við trúnaðarmenn að þeir kynni þetta málefni á sínum vinnustað og hvetur félagsmenn til að vinna heilshugar að tilnefningum til trúnaðarstarfa úr sem breiðustum hópi. Nefndin Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til trúnaðarstarfa Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands – fi mmta þing Kennarasambands Íslands

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.