Skólavarðan - 01.04.2010, Qupperneq 36

Skólavarðan - 01.04.2010, Qupperneq 36
36 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Ingibjörg: Heiðarlegt svar við þessari spurningu er að ég er í eðli mínu svo afskipta- söm að ég get ekki legið á skoðunum mínum. Ég trana mér fram við hvert tækifæri þar sem ég held að ég geti breytt einhverju. Ég hef verið leikskólakennari í yfir tuttugu ár og er svo ánægð með starfið að það jaðrar við dramb. Ég vil hafa áhrif í þá átt að samfélagið setji menntun í forgang og vel menntaðir kennarar í góðum skólum séu stolt þjóðarinnar. Það má líkja því við vettvangsnám fyrir þetta starf að undanfarin tvö ár hef ég verið varaformaður Félags leikskólakennara. Þar var ég nemi hjá Björgu Bjarnadóttur sem er reynslubanki okkar og gagnagrunnur. Mér finnst mjög gaman í vinnunni og er ofboðslega stolt yfir því að vera treyst til að vera fyrsti formaður FSL. Það á að vera eftirsóknarvert að fara í fimm ára nám til þess að fá réttindi til að kenna í leikskóla. Þeir sem velja sér leikskólakennaranám eru fullir af sköpunarkrafti og námið verður að höfða til þeirra. Allir leikskólakennarar telja sig koma úr besta árgangi sem nokkru sinni hefur útskrifast og ég vona að HA og HÍ haldi lífi í þeirri stemmningu. Þó að breytingaskeiðið - úr þremur árum í fimm - verði kannski erfitt og búast megi við tímabundinni fækkun útskrifaðra leikskólakennara þá verður þessi breyting algjör lyftistöng fyrir leikskólann sem lærdómssamfélag. Nú fyrst verða íslenskar rannsóknir á íslenskum leikskólum og á íslensku grundvöllur framþróunar í leikskólastarfi. Áðurnefndur sköpunarkraftur leikskólakennara hefur gert leikskóla litríkar og lifandi menntastofnanir. En því miður er ekki allt í himnalagi. Marta og Ingibjörg taka við stjórnartaumunum Í Kennarasambandinu eru tveir nýir formenn, Marta Dögg Sigurðar- dóttir formaður Félags leikskólakennara (FL) og ingibjörg Kristleifs- dóttir formaður hins nýstofnaða Félags stjórnenda leikskóla. Við bjóðum þær báðar hjartanlega velkomnar til starfa. Það er tilhlýði- legt að spyrja nýtt fólk í forystusveit þessarar spurningar: Af hverju gefur þú kost á þér til þessara starfa og hvað hefurðu fram að færa? Eða, í stuttu máli, hvers vegna ertu hér? Hvers vegna ertu hér? fólkiÐ Lesið um stofnun FSL og aukaaðalfund FL á www.ki.is Texti: keg Myndir: js Ingibjörg Marta

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.