Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.09.2010, Blaðsíða 25
25 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Það sem hér er ritað hef ég lært af samræðum við fyrrverandi og núver- andi samstarfsfólk í skólamálanefnd FF og af setu minni í námskeiðinu Sérfræðingar í nútímasamfélagi: Fórnfýsi eða sérhagsmunir? Flestir virðast hafa skoðun á kennarastarfinu og telja sig geta metið hver er góður kennari og hver ekki. Oft er sagt að einhver sé „fæddur kennari“ en það vísar til þess að hæfileikar kennara séu samgrónir per- sónu hans. Ég hafna því og trúi að kennarar og kennarastarfið mótist af þeim hugmyndum sem eru við lýði hverju sinni. Að við verðum að staldra við og spyrja okkur hvort það að vera „góður kennari“ hafi sömu merkingu nú og fyrir hundrað árum? Kennarastarfið er tvíþætt: Annars vegar felst það í að koma nem- endum til nokkurs þroska. Hins vegar að leiða í ljós einhvers konar sannleik um veröldina í kringum okkur. Þessi sannleikur getur verið flókinn og hann getur verið afstæður. Sérstaða kennslu hefur áhrif á það hvernig kennarar útfæra starf sitt og upplifa sig sem fagmenn. Ímynd um meðfædda eiginleika kennara kemur sér illa við skilgrein- ingu á sértækri þekkingu kennara. Einnig er erfitt að sjá hvernig við ætlum að öðlast sameiginlega fagvitund sem kennarar ef við trúum því að þekkingargrunnur kennara sé takmarkaður og leggjum eingöngu áherslu á faggreinar. Kennarar búa við mikla ytri stjórnun, þeir þurfa í sífellu að bregðast við breytingum á stjórnarfari og því getur reynst erfitt að skipuleggja gott skólastarf og setja markmið. Ef ríkjandi er vantraust á sérþekkingu kennara verður vald þeirra lítið þegar upp er staðið sem og frelsi þeirra til að ná settum markmiðum. Kennaranámið er sá þekkingargrunnur sem kennarar byggja starf sitt á og veitir þeim sértæka þekkingu fag- stéttar sem innsigluð er með lögverndun á starfsheitinu. Framþróun hefur orðið í sértæku námi kennara en þó vantar mikið upp á að kenn- arar fái undirbúning fyrir þann félagslega veruleika sem þeirra bíður í starfinu. Til dæmis má nefna styttri æfingarkennslu í kennaranámi nú en fyrir tíu árum. Við, eins og margar aðrar starfstéttir, höfum mótað og skráð fag- legar siðareglur sem eru vegvísir okkar kennara sem fagstéttar. Megin- hlutverk þeirra er að leiðbeina okkur til að við getum sinnt sem best réttmætu og þörfu hlutverki í samfélaginu. Hvetja okkur til að vanda okkur í starfi og efla til að við getum haft áhrif á markmiðssetningu um menntun og skólastarf. Siðareglur eiga að auðvelda ákvarðanatöku í siðferðilegum álitamálum og sýna fram á siðferðilegar skyldur okkar sem fagstéttar. Að þessu sögðu tel ég mikilvægt að við ræðum siða- reglurnar því það er ein leið til að fjalla um tilgang kennslu og starf kennara. Texti: Björk Þorgeirsdóttir Björk er framhaldsskólakennari Mynd: js samræða Ef ríkjandi er vantraust á sérþekkingu kennara þá verður vald þeirra lítið þegar upp er staðið sem og frelsi þeirra til að ná settum markmiðum. Hvað er að vera góður kennari?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.