Þjóðmál - 01.09.2012, Page 4
Ritstjóraspjall
Haust 2012
_____________
Íþessu hefti Þjóðmála skrifa nokkrir val-in kunnir einstaklingar um Sjálf stæðis-
flokkinn og hvernig hann eigi „að ná
vopnum sínum,“ eins og Björn Bjarnason
kemst að orði . Þetta kann að hljóma
undarlega í eyrum sumra, til dæmis þeirra
sem trúa því einlæglega að flokkurinn
upp skeri í kosningum það fylgi sem hann
virðist hafa í skoðanakönnunum um þessar
mundir . Gamlir jálkar í kosn inga vinnu fyrir
Sjálfstæðisflokkinn eru hins vegar fullir efa-
semda um að skoðana kann an irnar gefi
rétta mynd af stöðu flokksins . Þeir þekkja
grasrótina í flokki sínum og heyra á degi
hverjum óánægjuraddir fólks sem hefur
stutt Sjálfstæðisflokkinn alla ævi .
Þótt forystu flokksins hafi að ýmsu leyti
tekist vel upp er nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir í hverju þessi óánægja felst .
Margir dyggir stuðningsmenn hurfu frá
flokknum í síð ustu kosningum og sumir
þeirra eiga enn erfitt með að snúa til baka .
Þeim finnst að flokkurinn hafi ekki gert
almennilega upp við „hrunið“ . Þeim mis-
líkar stórlega að enn séu meðal kjör inna
full trúa flokksins fólk sem fékk þau tilmæli í
lands fundar samþykkt sumar ið 2010 (sjá bls .
25) að draga sig í hlé vegna þátt töku í hruna-
dansinum . Óhætt er að taka undir það með
þessu fólki að það gæti orðið Sjálf stæðis-
flokknum dýrkeypt ef kosn inga baráttan færi
að einhverju leyti að snúast um hrunadans
einstakra frambjóðenda .
Þá er til þess að taka að mörgum dyggum
flokksmönnum finnst kjörnir fulltrúar
flokks ins heldur deigir í baráttunni . Á það
jafnt við um þá sem sitja á þingi og þá sem
starfa á vettvangi sveitarstjórna . Kjörn ir
full trúar flokksins eru almennt ekki nægi-
lega sýni legir í þjóð málaumræðunni, það er
jafnvel eins og þeir hverfi stundum af vett-
vangi vikum og mán uðum saman . Þá berjast
þeir ekki nógu sköruglega fyrir málstað
sínum, þegar heyrist í þeim, og halda alls
ekki uppi nægilega beittri gagnrýni á vinstri
öflin sem oft og tíðum virðast hafa frítt spil .
Enn er að nefna að sumum flokksmönn-
um blöskrar að þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins skuli ekki hafa gengið fram fyrir skjöldu
í ýmsum málum sem brenna á almenningi .
Það á t .d . við um lífeyrismálin en ekki síst
skuldavanda heimilanna . Fjórum árum eftir
fall bankanna er enn talsvert stór hópur fólks
sem glímir við nánast óviðráðanlegar skuldir
af völdum bankahrunsins . Þessu fólki mörgu
finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa brugðist við
að benda á raunhæfar leiðir til úrbóta .
Undir niðri kraumar svo óánægja vegna
Icesave-framgöngu þingmanna Sjálf stæðis-
flokksins og vingulsháttar forystunnar í
and stöðunni gagnvart ESB-aðild .
Fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðis-flokks ins varaði við því nýverið að
flokk ur inn breyttist í „teboðs hreyfi ngu“ .
Ekki var fullljóst hvað við var átt en vísað var
til stjórnmálahreyfingar í Bandaríkjunum
sem gengur undir nafninu „Tea Party“
(með skír skotun til frægs atburðar í sjálf-
stæðis baráttu Bandaríkjanna þegar mót-
Þjóðmál haust 2012 3