Þjóðmál - 01.09.2012, Side 6

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 6
 Þjóðmál haust 2012 5 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Hvernig ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að ná vopnum sínum? I . E inkennilegt er að fylgjast með því hve stjórnarandstöðuflokkunum, Sjálfstæð- is flokki og Framsóknarflokki, geng ur illa að ná vopnum sínum í átökum við stjórnar- flokkana, Samfylkinguna og vinstri-græna (VG) . Þetta stafar ekki af því að vopn in skorti . Þeir sem fylgjast náið með fram gangi stjórnmála sjá fljótt að næstum á hverjum degi gerist eitthvað á stjórnar heimilinu sem er þess eðlis að ástæða er til að varpa gagnrýnu ljósi á það og bjóða annan betri kost . Á því er ekki einföld skýring hvers vegna stjórnarandstöðuflokkunum eru svona mis- lagðar hendur . Þeir fylgjast stund um ekki nægilega vel með hve illa ríkisstjórnin stendur að verki . Hvergi sýnist gæta pólitískrar ástríðu sem er lykillinn að því að veita andstæðingum aðhaldið sem þeim ber . Engu er líkara en flokkarnir hafi ekki málsvara til að skýra og skerpa stöðu þeirra . Hafi þeir stefnu skortir þá bolmagn til að koma henni á framfæri á þann hátt að eftir sé tekið . Stjórnmál snúast öðrum þræði um að átta sig á smáa letrinu og benda á að á bakvið fögur slagorð er oft stefnt að einhverju allt öðru en látið er í veðri vaka . Þeim mun oftar sem mönnum tekst að benda á slíkar misfellur því meira dregur úr baráttuþreki þeirra sem gagnrýni sæta auk þess sem traust kjósenda til þeirra minnkar . Óþarfi er að velja mörg mál til að setja undir smásjána, hvert og eitt þeirra verður þó að vera þess eðlis að snerti þjóðarhag . Eitt helsta einkenni rökþrota stjórn mála- manna er að beina athygli að aðferðinni frekar en efninu . Þetta hefur sett mikinn svip á málflutning stjórnarsinna undanfar- in misseri eins og umræðurnar um málþóf, ræðu fjölda og ræðuflutning á alþingi bera með sér . Á alþingi nýta menn sér

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.