Þjóðmál - 01.09.2012, Page 7

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 7
6 Þjóðmál haust 2012 leikreglurnar sem gilda hverju sinni . Sífelldar kvartanir undan því að það sé gert er dæmigert fyrir ríkisstjórn í vanda . Undir kveinstafi hennar um að þingmenn nýti sér þingskaparéttinn er gjarnan tekið á eina fjölmiðlinum sem segir reglulega þingfréttir . Strax eftir flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar laugardaginn 25 . ágúst var fréttamanni ríkisútvarpsins efst í huga að Jóhanna Sigurðardóttir hefði í setningar- ræðu kvartað undan of löngum ræðum á alþingi, þessu ætlaði hún að breyta og meðal annars ræða við stjórnarandstöðuna . Þingfréttir ríkisútvarpsins eru um of reistar á frásögnum um þingsköpin og beitingu þeirra á kostnað frásagna af því sem um er fjallað í þingsalnum . Fréttastofa ríkisútvarpsins er eini fjöl- miðillinn sem fylgist reglulega með þing störf- um og ræður því miklu um yfirbragð þing- starfa í huga almennings . Virðing alþingis hefur dalað eftir að minna er sagt en áður frá því sem þar er raunverulega til umræðu og hvernig menn taka á viðfangsefninu . Þá hafa dagleg tækifæri fyrir þingmenn til að rífast innbyrðis eða við ráðherra um allt eða ekkert ýtt undir yfirbragð alþingis sem ríkisútvarpið notar í heiti á þætti um málefni líðandi stundar: Alltaf að rífast . Skuld inni er skellt á stjórn arandstöð una . Stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að nýta sér nýja upplýsingatækni til að koma málstað sínum á framfæri . Fréttir frá útlöndum um hve vel vefsíður stjórnmálaflokka nýtast í baráttu þeirra hafa ekki leitt til þess hér á landi að flokkarnir taki þessa tækni í þjónustu sína á marktækan hátt . II . Stjórnmálaflokkarnir búa sig nú undir próf kjör vegna þingkosninga í apríl 2013 . Fram bjóðendur skipta ekki minna máli en góð stefnumál . Flest bendir til þess að Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, gefi ekki kost á sér að nýju . Hún tekur eðlilega ekki af skarið um pólitíska framtíð sína fyrr en á síðustu stundu . Ákveði hún að hætta verður hún máttvana sem forsætisráðherra um leið og hún tilkynnir pólitíska brottför . Þá slaknar á hinum frekjulegum höftum sem hún hefur sett á þingmennina sem styðja ríkisstjórnina . Þeir viðurkenna óvinsældir hennar og leita á ný mið . Þegar þetta er skrifað hefur Sjálf stæðis- flokkurinn ekki skýrt frá tilhögun sinni við val á framboðslista en heyrst hefur að stefnt sé að einum prófkjörsdegi um allt land . Kosningarnar 25 . apríl 2009 bar að með tiltölulega skömmum fyrirvara en þá efndi Sjálfstæðisflokkurinn til prófkjörs í Reykjavík 13 . og 14 . mars, rúmum mán uði fyrir kosningar . Nú er líklegt að prófkjörið verði ákveðið í haust, október eða nóvember . Brátt berast því fréttir af lík- legum frambjóðendum . Eftir reynslu af þátttöku í nokkrum próf- kjörum sjálfstæðismanna í Reykjavík get ég staðfest að hart er barist og margir láta að sér kveða enda taka þúsundir manna þátt í kosn- ingunni að lokum . Ég átti aldrei öruggt sæti á listanum og tók þátt í nokkrum pró kjörum frá 1990 til 2006 . Harðast var sótt að mér í síðasta prófkjöri mínu, í októ ber 2006 . Sá sem stefndi gegn mér, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði ótæmandi sjóði til ráð- stöfunar . Síðar sagðist hann hafa varið að minnsta kosti tæpum 25 milljón um króna til baráttunnar . Stóðu Baugs menn og félagar þeirra framarlega í flokki stuðn ings mann- anna . Þeim var mikið í mun að bola mér frá völdum, dóms mála ráð herranum . Guðlaugur Þór virkjaði 500 til 700 sjálfboðaliða til bar- áttu fyrir sig og komu margir þeirra úr for ystu hverfafél aga sjálfstæðismanna í Reykja vík . Hefur því verið fjálglega lýst hve ríkulegar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.