Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 7

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 7
6 Þjóðmál haust 2012 leikreglurnar sem gilda hverju sinni . Sífelldar kvartanir undan því að það sé gert er dæmigert fyrir ríkisstjórn í vanda . Undir kveinstafi hennar um að þingmenn nýti sér þingskaparéttinn er gjarnan tekið á eina fjölmiðlinum sem segir reglulega þingfréttir . Strax eftir flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar laugardaginn 25 . ágúst var fréttamanni ríkisútvarpsins efst í huga að Jóhanna Sigurðardóttir hefði í setningar- ræðu kvartað undan of löngum ræðum á alþingi, þessu ætlaði hún að breyta og meðal annars ræða við stjórnarandstöðuna . Þingfréttir ríkisútvarpsins eru um of reistar á frásögnum um þingsköpin og beitingu þeirra á kostnað frásagna af því sem um er fjallað í þingsalnum . Fréttastofa ríkisútvarpsins er eini fjöl- miðillinn sem fylgist reglulega með þing störf- um og ræður því miklu um yfirbragð þing- starfa í huga almennings . Virðing alþingis hefur dalað eftir að minna er sagt en áður frá því sem þar er raunverulega til umræðu og hvernig menn taka á viðfangsefninu . Þá hafa dagleg tækifæri fyrir þingmenn til að rífast innbyrðis eða við ráðherra um allt eða ekkert ýtt undir yfirbragð alþingis sem ríkisútvarpið notar í heiti á þætti um málefni líðandi stundar: Alltaf að rífast . Skuld inni er skellt á stjórn arandstöð una . Stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að nýta sér nýja upplýsingatækni til að koma málstað sínum á framfæri . Fréttir frá útlöndum um hve vel vefsíður stjórnmálaflokka nýtast í baráttu þeirra hafa ekki leitt til þess hér á landi að flokkarnir taki þessa tækni í þjónustu sína á marktækan hátt . II . Stjórnmálaflokkarnir búa sig nú undir próf kjör vegna þingkosninga í apríl 2013 . Fram bjóðendur skipta ekki minna máli en góð stefnumál . Flest bendir til þess að Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, gefi ekki kost á sér að nýju . Hún tekur eðlilega ekki af skarið um pólitíska framtíð sína fyrr en á síðustu stundu . Ákveði hún að hætta verður hún máttvana sem forsætisráðherra um leið og hún tilkynnir pólitíska brottför . Þá slaknar á hinum frekjulegum höftum sem hún hefur sett á þingmennina sem styðja ríkisstjórnina . Þeir viðurkenna óvinsældir hennar og leita á ný mið . Þegar þetta er skrifað hefur Sjálf stæðis- flokkurinn ekki skýrt frá tilhögun sinni við val á framboðslista en heyrst hefur að stefnt sé að einum prófkjörsdegi um allt land . Kosningarnar 25 . apríl 2009 bar að með tiltölulega skömmum fyrirvara en þá efndi Sjálfstæðisflokkurinn til prófkjörs í Reykjavík 13 . og 14 . mars, rúmum mán uði fyrir kosningar . Nú er líklegt að prófkjörið verði ákveðið í haust, október eða nóvember . Brátt berast því fréttir af lík- legum frambjóðendum . Eftir reynslu af þátttöku í nokkrum próf- kjörum sjálfstæðismanna í Reykjavík get ég staðfest að hart er barist og margir láta að sér kveða enda taka þúsundir manna þátt í kosn- ingunni að lokum . Ég átti aldrei öruggt sæti á listanum og tók þátt í nokkrum pró kjörum frá 1990 til 2006 . Harðast var sótt að mér í síðasta prófkjöri mínu, í októ ber 2006 . Sá sem stefndi gegn mér, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði ótæmandi sjóði til ráð- stöfunar . Síðar sagðist hann hafa varið að minnsta kosti tæpum 25 milljón um króna til baráttunnar . Stóðu Baugs menn og félagar þeirra framarlega í flokki stuðn ings mann- anna . Þeim var mikið í mun að bola mér frá völdum, dóms mála ráð herranum . Guðlaugur Þór virkjaði 500 til 700 sjálfboðaliða til bar- áttu fyrir sig og komu margir þeirra úr for ystu hverfafél aga sjálfstæðismanna í Reykja vík . Hefur því verið fjálglega lýst hve ríkulegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.