Þjóðmál - 01.09.2012, Side 12

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 12
 Þjóðmál haust 2012 11 Nú er spurning hvort þeir sem áttu hlut að REI með Guðmundi Þóroddssyni sætti sig við að vera líkt við farsahöfunda . Að mínu áliti skautar Guðmundur of léttilega fram hjá vandanum vegna REI með því að skella skuldinni á pólitíska samstarfsmenn sína þar . Vandinn laut að því að ætlunin var að fara með opinbert fyrirtæki eins og um einkarekstur væri að ræða, fjármuni þess og eignir mætti nýta í þágu einkaaðila án þess að lúta reglum um meðferð opinberra eigna og almannafyrirtækja . Fyrir hendi var uppsöfnuð tortryggni í garð yfirstjórnar OR vegna skeytingarleysis hennar gagnvart þeim sem vildu veita henni eðlilegt aðhald . Blaðran sprakk einfaldlega í REI-málinu . Þegar Guðmundur vísar til Skandinavíu og reynslunnar þaðan er nærtækt að spyrja: Hafa stjórnendur nokkurs opinbers fyrirtækis þar hagað sér á sama hátt gert var innan OR þar til REI- sprengingin varð? Meira liðið! Þetta er nú meira liðið .Julian Assange, sem sumir álitsgjafar á Ís landi telja hinn merkilegasta mann, kærði ný lega breska sjónvarpsstöð fyrir að brjóta gegn einkalífi sínu . Sjónvarpsstöðin hafði sýnt myndskeið af Assange dansa á skemmtistað . Nú hefur Vefþjóðviljinn ekki séð dansinn og veit ekki hversu merkileg sjónvarpsmynd þetta getur verið . En það er bara ekki hægt að vera stofnandi Wikileaks, berjast fyrir því að Ísland verði fríríki allra þeirra sem vilja birta stolin gögn og hvað eina annað opinberlega — og kæra aðra menn svo fyrir að sýna mynd af sér dansa á opinberum skemmtistað . Það er bara ekki hægt að bjóða upp á það . En þetta minnir á annað dæmi . Fyrir nokkru hóf Birgitta Jónsdóttir mikla baráttu gegn því að yfirvöld í erlendu ríki fengju einhver tölvugögn hennar afhent . Beitti hún þeim rökum að hún væri sko alþingismaður og fékk íslensku stjórnsýsluna með sér í baráttuna, því það væri mjög alvarlegt að friðhelgi alþingismanns væri ekki virt . Já, leiðin frá alþýðumanni til yfirstéttar getur oft verið styttri en menn héldu . Birgitta, sem sjálf hefur hamast innan Wikileaks og berst einmitt fyrir því að Ísland verði fríríki „upplýsinga“, gat ekki hugsað sér að hennar eigin gögn kæmust í óviðkomandi hendur . Og virtist telja að alþingismenn ættu þar meiri rétt en ómerkilegir almennir borgarar . Og þriðja fréttin úr sömu átt barst í gær . Þór Saari lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkur- inn væri „hægriöfgaflokkur“, hvorki meira né minna . Hann bætti því við að hér á landi vant aði „almennilegan og heiðarlegan flokk sem að hyll ist borgaraleg gildi“ . Já já, Sjálfstæðisflokkurinn er hægriöfga- flokkur, en Þór Saari, sem hefur stært sig af því að hafa lamið sig inn í þinghúsið með óeirðum og vill stjórnarskrána feiga, hann telur mikla þörf á almennilegum flokki sem aðhyllist borgaraleg gildi . Þetta er nú meira liðið . VefÞjóðViljinn 255. tbl. 16. árg., andriki .is, 11 . september 2012 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.