Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 12

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 12
 Þjóðmál haust 2012 11 Nú er spurning hvort þeir sem áttu hlut að REI með Guðmundi Þóroddssyni sætti sig við að vera líkt við farsahöfunda . Að mínu áliti skautar Guðmundur of léttilega fram hjá vandanum vegna REI með því að skella skuldinni á pólitíska samstarfsmenn sína þar . Vandinn laut að því að ætlunin var að fara með opinbert fyrirtæki eins og um einkarekstur væri að ræða, fjármuni þess og eignir mætti nýta í þágu einkaaðila án þess að lúta reglum um meðferð opinberra eigna og almannafyrirtækja . Fyrir hendi var uppsöfnuð tortryggni í garð yfirstjórnar OR vegna skeytingarleysis hennar gagnvart þeim sem vildu veita henni eðlilegt aðhald . Blaðran sprakk einfaldlega í REI-málinu . Þegar Guðmundur vísar til Skandinavíu og reynslunnar þaðan er nærtækt að spyrja: Hafa stjórnendur nokkurs opinbers fyrirtækis þar hagað sér á sama hátt gert var innan OR þar til REI- sprengingin varð? Meira liðið! Þetta er nú meira liðið .Julian Assange, sem sumir álitsgjafar á Ís landi telja hinn merkilegasta mann, kærði ný lega breska sjónvarpsstöð fyrir að brjóta gegn einkalífi sínu . Sjónvarpsstöðin hafði sýnt myndskeið af Assange dansa á skemmtistað . Nú hefur Vefþjóðviljinn ekki séð dansinn og veit ekki hversu merkileg sjónvarpsmynd þetta getur verið . En það er bara ekki hægt að vera stofnandi Wikileaks, berjast fyrir því að Ísland verði fríríki allra þeirra sem vilja birta stolin gögn og hvað eina annað opinberlega — og kæra aðra menn svo fyrir að sýna mynd af sér dansa á opinberum skemmtistað . Það er bara ekki hægt að bjóða upp á það . En þetta minnir á annað dæmi . Fyrir nokkru hóf Birgitta Jónsdóttir mikla baráttu gegn því að yfirvöld í erlendu ríki fengju einhver tölvugögn hennar afhent . Beitti hún þeim rökum að hún væri sko alþingismaður og fékk íslensku stjórnsýsluna með sér í baráttuna, því það væri mjög alvarlegt að friðhelgi alþingismanns væri ekki virt . Já, leiðin frá alþýðumanni til yfirstéttar getur oft verið styttri en menn héldu . Birgitta, sem sjálf hefur hamast innan Wikileaks og berst einmitt fyrir því að Ísland verði fríríki „upplýsinga“, gat ekki hugsað sér að hennar eigin gögn kæmust í óviðkomandi hendur . Og virtist telja að alþingismenn ættu þar meiri rétt en ómerkilegir almennir borgarar . Og þriðja fréttin úr sömu átt barst í gær . Þór Saari lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkur- inn væri „hægriöfgaflokkur“, hvorki meira né minna . Hann bætti því við að hér á landi vant aði „almennilegan og heiðarlegan flokk sem að hyll ist borgaraleg gildi“ . Já já, Sjálfstæðisflokkurinn er hægriöfga- flokkur, en Þór Saari, sem hefur stært sig af því að hafa lamið sig inn í þinghúsið með óeirðum og vill stjórnarskrána feiga, hann telur mikla þörf á almennilegum flokki sem aðhyllist borgaraleg gildi . Þetta er nú meira liðið . VefÞjóðViljinn 255. tbl. 16. árg., andriki .is, 11 . september 2012 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.