Þjóðmál - 01.09.2012, Page 17

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 17
16 Þjóðmál haust 2012 hundelt og undið upp á, spyrja sig nú hvar þeir „vaskleika“-menn séu núna? Ekki það að sú aðför hafi kallað á aðdáun neinna nema pólitískra andstæðinga mannsins, en hún flettir nú ofan af dugleysi fréttamanna í varðstöðunni fyrir almenning . Besti flokkurinn hagar siðareglum sínum eftir vindi . Besti flokkurinn er stjórnlaus en þó ekki anarkískur . Til þess þykir honum of vænt um launin sín, stólana sem hann situr á og aðstöðuna sem þeir skapa . Hann er eiginhagsmunaflokkur með enga sýn aðra en að njóta aðstöðunnar sem lengst . Besti flokkurinn er réttgetið afkvæmi Sam fylkingarinnar . Hann er án innihalds en nýtur valdsins . Í þessu slá spaugararnir jafnvel sjálfa sig út . Fólk, sem enga sjálfstjórn hefur, segir nú öðrum hvernig þeir eigi að hegða sér . „Drykkjulæti í mið- bænum á menningarnótt og hún verður ekki haldin að ári,“ kom úr munni litla harðstjórans sem heldur að siðareglur eigi bara við aðra . Ólánsfólk af öllu tagi er hundelt og aðför gerð að þeim sem veita því athvarf . Og rétt eins og rónarnir er einkabíllinn á aftökulistanum . Bíleigendur eru orðnir hinu holdsveiku samfélagsins; úthýst úr helgidómi kaffielítu miðbæjarins og hund eltir með uppskrúfuðum sköttum og álögum . Herferðin gegn einkabílnum hefur nú verið tvinnuð saman við hernað gegn verslun í miðbænum . Með lokun Austurstrætis og Laugaveg- ar fyrir bílaumferð hefur Besta flokkn- um tekist að koma verslun í miðbæn um á kné . Þessi ákvörðun styður við stefnu rík is stjórnarinnar að Ísland verði, fyrir til stilli gengis og atvinnustefnu, um aldur láglaunasvæði og túristaparadís . Lopa- og lundasölumönnum fjölgar nú eins og kanínum meðan önnur verslun tærist upp . Kné fylgdi kviði þegar lokun Laugavegar var fylgt eftir með banni við auglýsingaspjöldum framan við verslanir . Með þessu segjast borgaryfirvöld vera að tryggja óhindraða umferð fatlaðra um Lauga veginn . Engum tekst þó betur en Besta flokknum að opinbera fáránleika þeirrar rökfærslu . Slík er snilldin . Samhliða bann inu við auglýsingaskiltum leggur borgin nú þreyttum göngumönnum til lit- skrúðuga legubekki á göngugötuna . Dugi það ekki til að fækka fötluðum í umferð inni gufar réttur fatlaðra til tálmalausrar ferðar endanlega upp þegar í Austurstræti og á Ingólfstorg kemur . Þar mega fatlaðir falla hver um annan í skiltaskóginum sem þekur þar allar gangstéttir . Kaffihúsin og Kraum lúta nefnilega ekki sömu lögmálum . Þau eru í náðinni og líkt og Besti flokkurinn, le même et l´autre, hafin yfir almúgann . Sama má segja um boðvaldið frá Brussel, Evrópustofu, sem einnig fær að flagga forréttindum sínum í Suðurgötunni, fötluðum til ama . Þessi sérajóns-hugs- un arháttur er alls staðar sýnilegur þegar gengið er um bæinn . Hann gerir þennan harkalega stríðsrekstur gegn versluninni þeim mun sérkennilegri, því án verslunar á Laugavegi er enginn Laugavegur . Engin ástæða til að spásséra á Laugaveginum . Engin ástæða til að opinbera hið nýja heróp minnimáttarkenndarinnar „þetta er alveg eins og í útlöndum“ . Því Laugavegurinn er verslunargata sem lifir aðeins á meðan einhver kemur þangað til að versla . Ef verslun er útrýmt á góðviðrisdögum Þ að sem hér ræður ríkj um er uppskafningsháttur og hræsni fólks sem á óskammfeilinn hátt er að skara eld að eigin köku og ætlar skattgreiðendum að standa straum af dekurverkefnum sínum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.