Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 17

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 17
16 Þjóðmál haust 2012 hundelt og undið upp á, spyrja sig nú hvar þeir „vaskleika“-menn séu núna? Ekki það að sú aðför hafi kallað á aðdáun neinna nema pólitískra andstæðinga mannsins, en hún flettir nú ofan af dugleysi fréttamanna í varðstöðunni fyrir almenning . Besti flokkurinn hagar siðareglum sínum eftir vindi . Besti flokkurinn er stjórnlaus en þó ekki anarkískur . Til þess þykir honum of vænt um launin sín, stólana sem hann situr á og aðstöðuna sem þeir skapa . Hann er eiginhagsmunaflokkur með enga sýn aðra en að njóta aðstöðunnar sem lengst . Besti flokkurinn er réttgetið afkvæmi Sam fylkingarinnar . Hann er án innihalds en nýtur valdsins . Í þessu slá spaugararnir jafnvel sjálfa sig út . Fólk, sem enga sjálfstjórn hefur, segir nú öðrum hvernig þeir eigi að hegða sér . „Drykkjulæti í mið- bænum á menningarnótt og hún verður ekki haldin að ári,“ kom úr munni litla harðstjórans sem heldur að siðareglur eigi bara við aðra . Ólánsfólk af öllu tagi er hundelt og aðför gerð að þeim sem veita því athvarf . Og rétt eins og rónarnir er einkabíllinn á aftökulistanum . Bíleigendur eru orðnir hinu holdsveiku samfélagsins; úthýst úr helgidómi kaffielítu miðbæjarins og hund eltir með uppskrúfuðum sköttum og álögum . Herferðin gegn einkabílnum hefur nú verið tvinnuð saman við hernað gegn verslun í miðbænum . Með lokun Austurstrætis og Laugaveg- ar fyrir bílaumferð hefur Besta flokkn- um tekist að koma verslun í miðbæn um á kné . Þessi ákvörðun styður við stefnu rík is stjórnarinnar að Ísland verði, fyrir til stilli gengis og atvinnustefnu, um aldur láglaunasvæði og túristaparadís . Lopa- og lundasölumönnum fjölgar nú eins og kanínum meðan önnur verslun tærist upp . Kné fylgdi kviði þegar lokun Laugavegar var fylgt eftir með banni við auglýsingaspjöldum framan við verslanir . Með þessu segjast borgaryfirvöld vera að tryggja óhindraða umferð fatlaðra um Lauga veginn . Engum tekst þó betur en Besta flokknum að opinbera fáránleika þeirrar rökfærslu . Slík er snilldin . Samhliða bann inu við auglýsingaskiltum leggur borgin nú þreyttum göngumönnum til lit- skrúðuga legubekki á göngugötuna . Dugi það ekki til að fækka fötluðum í umferð inni gufar réttur fatlaðra til tálmalausrar ferðar endanlega upp þegar í Austurstræti og á Ingólfstorg kemur . Þar mega fatlaðir falla hver um annan í skiltaskóginum sem þekur þar allar gangstéttir . Kaffihúsin og Kraum lúta nefnilega ekki sömu lögmálum . Þau eru í náðinni og líkt og Besti flokkurinn, le même et l´autre, hafin yfir almúgann . Sama má segja um boðvaldið frá Brussel, Evrópustofu, sem einnig fær að flagga forréttindum sínum í Suðurgötunni, fötluðum til ama . Þessi sérajóns-hugs- un arháttur er alls staðar sýnilegur þegar gengið er um bæinn . Hann gerir þennan harkalega stríðsrekstur gegn versluninni þeim mun sérkennilegri, því án verslunar á Laugavegi er enginn Laugavegur . Engin ástæða til að spásséra á Laugaveginum . Engin ástæða til að opinbera hið nýja heróp minnimáttarkenndarinnar „þetta er alveg eins og í útlöndum“ . Því Laugavegurinn er verslunargata sem lifir aðeins á meðan einhver kemur þangað til að versla . Ef verslun er útrýmt á góðviðrisdögum Þ að sem hér ræður ríkj um er uppskafningsháttur og hræsni fólks sem á óskammfeilinn hátt er að skara eld að eigin köku og ætlar skattgreiðendum að standa straum af dekurverkefnum sínum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.