Þjóðmál - 01.09.2012, Page 21
20 Þjóðmál haust 2012
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Verum breytingin sem við
boðuðum
Ef komandi kosningar snerust aðeins um störf ríkisstjórnarinnar eða þá stefnu
sem er líklegust til að skila samfélaginu betri
árangri, þá þyrfti varla að spyrja að niður-
stöðunni . Sjálfstæðisflokkurinn myndi
vinna stórsigur, leiða ríkisstjórn og hafa for-
ystu um uppbyggingu, verðmætasköpun og
aukin lífsgæði í þágu íslensks almennings
næstu árin . En við þær aðstæður sem nú eru
í stjórnmálum og samfélaginu almennt, er
staðan flóknari og stjórnmálaflokkum nægir
ekki það eitt að boða breytingar og betri
tíma . Þeir verða sjálfir að vera sú breyting,
endurvinna það traust sem glatast hefur
og hafa hugrekki til að fara nýjar leiðir og
innleiða ný vinnubrögð .
Allt þetta getur Sjálfstæðisflokkurinn gert
og á að gera . Með því að halda grunn hug-
sjónum sínum hátt á lofti; boða lausnir í stað
ráðaleysis ríkisstjórnarinnar; gera flokks starf
sitt enn lýðræðislegra og fjölga tæki færum
flokks fólks til þátttöku; en umfram allt með
því að gefa aldrei eftir í baráttunni fyrir
hags munum fólksins í landinu — getur
Sjálf stæðisflokkurinn náð góðum árangri í
vor . Grunnurinn að þeim árangri verður þó
ekki lagður á vordögum, rétt fyrir kosningar
heldur þarf sjálfstæðisfólk um allt land að
nota veturinn vel og hefjast strax handa svo
að Sjálf stæðis flokkurinn fái það umboð sem
hann þarf til að vinna í þágu hennar næstu
árin .
Byggjum á hugsjónum
Brýnasta verkefni vetrarins er að tryggja
að kjósendur viti nákvæmlega hvað muni
breytast þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur
við stjórn landsmála . Sóknarfæri flokksins
eru hugsjónir hans og það brýna erindi sem
þær eiga við þjóðina nákvæmlega núna .
Grunnstefið er skýrt . Frelsi með ábyrgð á
að ráða för; hið opinbera þarf að minnka
umsvif sín og kostnað; ólíkir hópar og
stéttir þurfa að vinna saman og almenningi
og atvinnulífi á að treysta fyrir eigin ákvörð-
unum, lífi og framtíð .
En þrátt fyrir þennan skýra hugsjóna-
grunn þarf Sjálfstæðisflokkurinn einnig að
kynna tímasettan verkefnalista fyrir næsta
kjörtímabil . Þannig þurfa kjósendur að vita
hvernig og hvenær verður tekið af alvöru á
skuldavanda heimilanna; hvenær og hvernig
skattar verða lækkaðir; hvenær og hvernig
óþarfa verkefni ríkisins verða lögð af og