Þjóðmál - 01.09.2012, Side 22
Þjóðmál haust 2012 21
hvenær og hvernig almenningi og atvinnu-
lífi verður á ný veitt frelsi til að nýta þau
tækifæri sem hér eru .
Aukum þátttöku
Annað brýnt verkefni vetrarins er að
fjölga enn frekar tækifærum flokksfólks
til þátttöku og staðfesta þannig vilja Sjálf-
stæðis flokksins til aukins lýðræðis og þá
forystu sem flokkurinn á að hafa um ný
og betri vinnubrögð í stjórn málum . Öll
kosningavinna flokksins á kom andi vetri
verður að einkennast af þessu .
Kosningastefnuskrár um allt land þarf
að vinna og kynna af sem stærstum hópi
flokksfólks og framboðslista flokksins
verður að velja með opnu og fjölmennu
kjöri í öllum kjördæmum . Hvort tveggja er
sérstaklega mikilvægt í aðdraganda þeirra
kosninga sem nú fara í hönd . Og hvort
tveggja er algjörlega nauðsynlegt fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, sem verður að sýna að hann
gangi óhikað til þess verks að gefa öllu
flokksfólki tækifæri til stilla upp þeim hópi
frambjóðenda sem líklegastur er til að ná
árangri í komandi kosningum .
Leitum afgerandi umboðs
Þau verkefni sem bíða íslensks samfélags
hafa aldrei verið brýnni en nú . Ekkert
stjórn mála afl getur tekist á við þessi verkefni
betur en Sjálfstæðisflokkurinn . En til þess
þarf hann af gerandi umboð þjóðarinnar .
Um boð sem fæst ekki aðeins vegna þess að
núver andi ríkisstjórn leysir verkefnin illa,
heldur vegna þess að almenningur treystir
því að Sjálf stæðis fl okkurinn muni leysa þau
vel og betur en aðrir .
Þannig að þrátt fyrir að veturinn muni
auðvitað fara mikið í umræðu um þing-
málin og vanmátt ríkisstjórnarinnar við
að leysa verkefnin, þá nægir sú umræða
flokknum ekki til að ná þeim árangri sem
að er stefnt . Hið almenna vantraust í garð
allra stjórnmálaflokka gerir það að verkum
að þeim nægir ekki að hræða kjósendur
með því sem hinum mistekst, heldur verða
þeir að sannfæra kjósendur um eigin ágæti
og getu . Sjálfstæðisflokkurinn á því að nýta
veturinn til að boða eigin lausnir, kynna
eigin áherslur og vinna vel með sitt besta
kosningavopn sem er hugsjónir hans .
Verum breytingin sem við boðum
Undanfarin ár hefur flest breyst í íslensku
sam félagi . Einstaklingar, fyrirtæki og fjöl-
skyldur hafa þurft að laga sig að nýjum
veruleika, vinna með áður óþekktar áskor-
anir og leita allra leiða til að vinna úr
breyttri stöðu . Stjórnmálin eru ekki ósnort-
in af þessum veruleika og til að endur nýja
traustið verða stjórnmálaflokkar að viður-
kenna breytinguna og staðfesta með orðum,
en einkum með aðgerðum, að þessar breyt-
ingar hafi skilað sér til flokkanna, haft áhrif
á stefnumótun þeirra, lausnir og starf .
Þarna verður Sjálfstæðisflokkurinn að hafa
forystu . Veturinn verður því að nýta með
Veturinn verður því að nýta með þeim hætti að þegar
vorið kemur efist eng inn um það að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hugrekki
til að læra af reynslunni, vinna
með breytingar og gera allt sem í
hans valdi stendur til að tryggja að
almannahagsmunir séu ofar öllu í
uppbyggilegri, sanngjarnari og betri
stjórnmálum .