Þjóðmál - 01.09.2012, Page 27
26 Þjóðmál haust 2012
Ósmekklegur oflátungur
Nú nýlega er því slegið upp að þekktur oflátungur . . . sem til er haugur af
fráleitum fullyrðingum eftir, sem sagan hefur
þegar dæmt flestar, hafi fagnað, að vísu á
viðeigandi stað, í blaði Baugs, brottrekstri
„seðlabankastjórans“ sem hann nafngreindi,
nú rúmum þremur árum síðar . Hann mun
vera að hrópa húrra fyrir árás Jóhönnu og
Steingríms að Seðlabankanum og frumkvæði
að því að þrír bankastjórar voru reknir af
pólitískum þingmeirihluta, án rannsóknar af
neinu tagi . En þeir tveir, sem ekki eru nefndir,
þegar hlakkað er yfir afrekinu, voru vammlaus-
ir heiðursmenn, með meira en 30 ára reynslu
hvor í bankanum . Í bankastjórninni gátu
þessir tveir, samkvæmt lögum bankans, ráðið
öllu sem þeir vildu . Hver bankastjóranna fór
aðeins með þriðjungs vald . Og af hverju voru
þessir tveir heiðursmenn reknir án nokkurrar
rannsóknar? Af því að pólitískt ofstækisfólk
hélt að tími þess væri kominn og það gæti
í því uppnámi sem orðið var í þjóðfélaginu
farið fram með hætti sem enginn hefði getað
hugsað sér áður . Það þurfti að grípa tækifærið
til að ná persónulega til gamals andstæðings,
stjórnmálamanns sem hafði haldið því fólki
utan stjórnarráðsins í 16 ár, að mati þess
sjálfs! Atlagan að bankanum, skrípaleikurinn
við lagasetninguna og falsið og farsinn um
ráðningu Más Guðmundssonar er næsta
einstætt verk í sögu vestrænna lýðræðisríkja .
En dapurlegast er þó að ofstækismenn víluðu
ekki fyrir sér að fella „fagmennina“ tvo brott
frá lífsstarfi sínu er þeir leituðu persónulegra
hefnda fyrir pólitískar ófarir í á annan
áratug .
Seðlabanki á hausinn
Og svo er hin áróðurstuggan, sem óvit-arnir éta hver upp eftir öðrum, að
Seðlabanki Íslands hafi farið á „hausinn“ .
Það fóru allir viðskiptabankarnir á hausinn,
urðu gjaldþrota, og gátu því ekki endur-
greitt innlenda fyrirgreiðslu Seðlabankans .
Hundruð dæma eru um þetta nær og fjær
í Evrópu og Bandaríkjunum . Hvergi er
því haldið fram að seðlabanki evrunnar
sé að fara á hausinn þótt hann hafi þegar
lánað hlutfallslega miklu meira en íslenski
Seðlabankinn og tekið margfalt tæpari veð .
Af hverju ekki? Og ef seðlabankastjórarnir
þrír höfðu virkilega sett bankann sinn á
hausinn, af hverju gerði Rannsóknarnefnd
Alþingis það mál, væntanlega eitt mesta
stórmál og einsdæmi í heimssögunni, ekki að
áfellisefni á hendur bankastjórunum, í stað
þess, eins og til að geta tínt eitthvað til, að
ásaka bankastjórana um að hafa ekki svarað
munnlegri fyrirspurn stjórnarformanns
Glitnis skriflega daginn áður en Glitnir sagði
sig til sveitar!? Þeir hefðu eins getað áfellst þá
fyrir að hafa ekki slökkt ljósið á kontórnum
þegar þeir fóru heim síðdegis .
Rógurinn um Seðlabankann
Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins