Þjóðmál - 01.09.2012, Page 32

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 32
 Þjóðmál haust 2012 31 Íeftirfarandi grein verður fjallað um sam-vinnu Atlantshafsbandalagsins við önnur þau ríki sem ekki eru aðilar að bandalag inu . Eftir að „kalda stríðinu“ lauk fyrir rétt rúm- um tuttugu árum hefur Atlantshafsbanda- lagið tekið miklum breytingum . Öllum lýðræðis ríkjum Evrópu stendur til boða að gerast aðilar að bandalaginu ef þau sækjast eftir því . Flest hafa gert svo . Aðildarríkin eru núna 28, en þau voru aðeins 16 í árslok 1989 þegar járntjaldið féll, Berlínarmúrinn var rifinn, og Austur-Evrópa losnaði úr viðj- um kommúnismans . Við lok „kalda stríðsins“ breyttist veröldin mikið . Sovétríkin höfðu verið helsta ógnin við Evrópu allt fram til ársins 1990, enda var það á stefnuskrá þeirra að breiða út kommúnisma — og það með valdi ef með þyrfti . Landvarnir Atlantshafsbandalagsins snerust því nær eingöngu um að verða öflugt mótvægi við herveldið í austri og vernda þar með eigin landsvæði og nærliggjandi höf . Nú eru hins vegar verkefnin fjölbreyttari: hryðjuverk án landamæra, tölvuárásir, lög- gæsla vegna sjórána, auk fyrirbyggjandi verk efna eins og friðargæslu . Atlantshafsbandalagið er sístækkandi fjöl - þjóða stofnun og hefur komið sér upp neti sam starfsaðila utan Evrópu og Norður- Ameríku — aðila sem ekki eru með limir í banda laginu heldur eingöngu sam starfs- aðilar á vissum sviðum . Núverandi samstarfsaðilar Atlantshafsbandalagsins Samstarfsaðilar Atlantshafsbandalagsins urðu til í nokkrum áföngum síðustu tvo áratugina . Fyrsti hópurinn, Evró-Atlants - hafs samstarfsráðið (e . Euro-Atlantic Partner- ship Council), samanstendur af gömlu komm únistaríkjunum í Evrópu og Norð- vestur-Asíu, þ .e .a .s . þeim fyrrum komm- únista ríkjum sem ekki hafa enn gerst full- gildir aðilar að Atlantshafsbandalag inu, svo og hlutlausum ríkjum álfunnar, (merkt með mosagrænu á myndinni á næstu bls .) . Annar hópur samstarfsríkja, Miðjarðar hafs- samráðið (e . Mediterranean Dialog), er ríki sunnan og austan Mið jarðar hafs ins (merkt með brúnu á myndinni á næstu bls .) . Þriðji hópurinn er fjögur af sex ríkjum Sam starfs- Magnús Bjarnason Hvert stefnir Atlantshafs- bandalagið í samvinnu við utangarðsríki?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.