Þjóðmál - 01.09.2012, Side 40

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 40
 Þjóðmál haust 2012 39 En ekki má gleyma þeim tveimur heims-álfum sem lítið ber á í alheims pólitík- inni en eru þó engu að síður vax andi veldi: Suður-Ameríku og Afríku sunnan Sahara . Þarna eru lönd sem eru á góðri þróunar- braut, t .d . Suður-Afríka, Brasilía, Argentína, Chile o .fl . sem gjarnan mundu þiggja að- stoð og sam starf um ýmis öryggismálefni . Þar ætti Atlantshafs bandalagið að vera reiðu búið til að bjóða aðstoð og samvinnu sem væri sniðin að þörfum þessara ríkja . Næstu skref Það er nokkuð ljóst að öll löndin á Balkanskaga munu fyrr eða síðar ganga í Atlantshafsbandalagið . Löndin í Kákasus og fyrir botni Miðjarðarhafs eiga á brattan að sækja . Mörg vildu gjarnan njóta verndar Atlantshafsbandalagsins, en að sama skapi er hætta á að þau kunni að draga bandalagið inn í staðbundin ófriðarátök . Fyrr í þessari grein var bent á að ríkin, sem eiga í samstarfi við Atlantshafsbandalagið, njóta ekki varn- ar samtryggingar aðildarríkjanna 28 og þannig mun það verða áfram . Hugsum okkur að samstarfsríki æsi nágranna sinn svo að hinn síðarnefndi beiti hervaldi og hinn fyrrnefndi, sem uppnáminu kom af stað, ætli svo að kalla á aðstoð Atlants- hafsbandalagsins . Slíkt gæti orðið stór- vandamál fyrir Atlantshafsbandalagið . Tök- um tvö raunveruleg dæmi . Georgíumenn reita Rússa til reiði, sem síðan senda inn herlið . Myndi Atlantshafsbandalagið vera reiðubúið til að taka upp hanskann fyrir Georgíumenn og fara í stríð? Eða Palestína . Hugsum okkur að Palestínumenn kasti steini í ísraelskan hermann sem slasast . Hermennirnir svara með byssukúlum og fella nokkur palestínsk ungmenni eins og hefur gerst . Í hefndarskyni skýtur Hamaz því eldflaugum á Ísrael og óbreyttir borgarar láta lífið í Ísrael . Ísrael svarar með loftárás á Gaza og hvað svo? Hvorum ætti Atlantshafsbandalagið að hjálpa? Ekki er því líklegt að Atlantshafsbandalagið verði stækkað út fyrir Evrópu og Norður-Ameríku í fyrirsjáanlegri framtíð . Kapp er best með forsjá í samskiptum fólks á öllum sviðum og stækkun og hvers kyns samvinna/samstarf af hálfu Atlants- hafsbandalagsins við önnur ríki þarf að vera vandlega ígrundað . Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að áframhaldandi öryggi aðildarríkjanna raskist ekki . Í öðru lagi þarf að gæta þess að festast ekki í botnlausum vandamálum annarra eins og t .d . í Afghan- istan . Síðast en ekki síst er svo að aðstoða þær þjóðir heims sem vilja í reynd frið- samlega samvinnu í stað innantóms orða- gjálfurs um samstarf eins og stundum gerist á vettvangi stórra fjölþjóðastofnana svo sem Sameinuðu þjóðanna . Óhætt er að fullyrða að Atlantshafsbandalagið nú á tímum er stórbreytt stofnun frá því sem var fyrir 20 árum, við lok „kalda stríðsins“ . Nafnið er óbreytt og tilgangurinn er sá sami, að tryggja öryggi aðildarríkjanna — jafnvel með kjarnorkuvopnum í ýtrustu neyð — en aðferðafræðin hefur tekið miklum breytingum . Óhætt er að fullyrða að Atlantshafsbandalagið nú á tímum er stórbreytt stofnun frá því sem var fyrir 20 árum, við lok „kalda stríðsins“ . Nafnið er óbreytt og tilgangurinn er sá sami, að tryggja öryggi aðildarríkjanna — jafnvel með kjarnorkuvopnum í ýtrustu neyð — en aðferðafræðin hefur tekið miklum breytingum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.