Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 40
 Þjóðmál haust 2012 39 En ekki má gleyma þeim tveimur heims-álfum sem lítið ber á í alheims pólitík- inni en eru þó engu að síður vax andi veldi: Suður-Ameríku og Afríku sunnan Sahara . Þarna eru lönd sem eru á góðri þróunar- braut, t .d . Suður-Afríka, Brasilía, Argentína, Chile o .fl . sem gjarnan mundu þiggja að- stoð og sam starf um ýmis öryggismálefni . Þar ætti Atlantshafs bandalagið að vera reiðu búið til að bjóða aðstoð og samvinnu sem væri sniðin að þörfum þessara ríkja . Næstu skref Það er nokkuð ljóst að öll löndin á Balkanskaga munu fyrr eða síðar ganga í Atlantshafsbandalagið . Löndin í Kákasus og fyrir botni Miðjarðarhafs eiga á brattan að sækja . Mörg vildu gjarnan njóta verndar Atlantshafsbandalagsins, en að sama skapi er hætta á að þau kunni að draga bandalagið inn í staðbundin ófriðarátök . Fyrr í þessari grein var bent á að ríkin, sem eiga í samstarfi við Atlantshafsbandalagið, njóta ekki varn- ar samtryggingar aðildarríkjanna 28 og þannig mun það verða áfram . Hugsum okkur að samstarfsríki æsi nágranna sinn svo að hinn síðarnefndi beiti hervaldi og hinn fyrrnefndi, sem uppnáminu kom af stað, ætli svo að kalla á aðstoð Atlants- hafsbandalagsins . Slíkt gæti orðið stór- vandamál fyrir Atlantshafsbandalagið . Tök- um tvö raunveruleg dæmi . Georgíumenn reita Rússa til reiði, sem síðan senda inn herlið . Myndi Atlantshafsbandalagið vera reiðubúið til að taka upp hanskann fyrir Georgíumenn og fara í stríð? Eða Palestína . Hugsum okkur að Palestínumenn kasti steini í ísraelskan hermann sem slasast . Hermennirnir svara með byssukúlum og fella nokkur palestínsk ungmenni eins og hefur gerst . Í hefndarskyni skýtur Hamaz því eldflaugum á Ísrael og óbreyttir borgarar láta lífið í Ísrael . Ísrael svarar með loftárás á Gaza og hvað svo? Hvorum ætti Atlantshafsbandalagið að hjálpa? Ekki er því líklegt að Atlantshafsbandalagið verði stækkað út fyrir Evrópu og Norður-Ameríku í fyrirsjáanlegri framtíð . Kapp er best með forsjá í samskiptum fólks á öllum sviðum og stækkun og hvers kyns samvinna/samstarf af hálfu Atlants- hafsbandalagsins við önnur ríki þarf að vera vandlega ígrundað . Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að áframhaldandi öryggi aðildarríkjanna raskist ekki . Í öðru lagi þarf að gæta þess að festast ekki í botnlausum vandamálum annarra eins og t .d . í Afghan- istan . Síðast en ekki síst er svo að aðstoða þær þjóðir heims sem vilja í reynd frið- samlega samvinnu í stað innantóms orða- gjálfurs um samstarf eins og stundum gerist á vettvangi stórra fjölþjóðastofnana svo sem Sameinuðu þjóðanna . Óhætt er að fullyrða að Atlantshafsbandalagið nú á tímum er stórbreytt stofnun frá því sem var fyrir 20 árum, við lok „kalda stríðsins“ . Nafnið er óbreytt og tilgangurinn er sá sami, að tryggja öryggi aðildarríkjanna — jafnvel með kjarnorkuvopnum í ýtrustu neyð — en aðferðafræðin hefur tekið miklum breytingum . Óhætt er að fullyrða að Atlantshafsbandalagið nú á tímum er stórbreytt stofnun frá því sem var fyrir 20 árum, við lok „kalda stríðsins“ . Nafnið er óbreytt og tilgangurinn er sá sami, að tryggja öryggi aðildarríkjanna — jafnvel með kjarnorkuvopnum í ýtrustu neyð — en aðferðafræðin hefur tekið miklum breytingum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.