Þjóðmál - 01.09.2012, Page 42
Þjóðmál haust 2012 41
útvarpið . Frægasta apríl gabb fréttastofunnar
(frá 1957) — frásögn af skipinu Vanadísi
sem sigldi upp Ölfusá til Sel foss — var verk
hans og Stefáns Jóns sonar (með nokkurri
hjálp Jóns Múla Árna sonar) . Og fyrir tíma
sjónvarpsins voru út varps mennirnir stjörnur
síns tíma; Thorolf var m .a . kynnir og for-
maður dómnefndar á fegurðarsamkeppnum
Íslands, sem haldn ar voru í nepjunni í
gamla Tívolí . Hann keppti líka með blaða-
mönn um gegn leik ur um í knattspyrnuleik
á Mela vellinum gamla 1950; 13–14 þúsund
áhorfendur mættu — eða fjórði hver Reyk-
víkingur — til að berja stjörnurnar augum!
Dag blöðin birtu útsíðu myndir af Thorolf að
taka horn spyrnu með að stoð Bjarna Guð-
munds sonar, blaða fulltrúa ríkisstjórnarinnar
(með hatt) . — Bjarni „styður við boltann en
kippti samt hendinni að sér þegar Thorolf
spark aði,“ segir í myndatexta .
Thorolf skrifaði margt fleira en ofan-
greindar ævisögur . Af stað burt í fjarlægð
(1948) eru bráðskemmtilegar ferða minn-
ingar; þættir sem flestir höfðu verið fluttir
í útvarpið 1939–1944 . Þar segir m .a . af
heimsreisu Thorolfs með norska skemmti-
ferðaskipinu Stella Polaris, en þar var hann
starfsmaður og sigldi umhverfis hnöttinn
árið 1937 . Aðrar frásagnir eru m .a . af
blaðamannaferðum sem Thorolf tók þátt í,
en hann fór fjölmargar slíkar um dagana .
Var hann vafalaust einn af víð förl ustu
Íslendingum sinna tíma og sannur heims-
borgari . Þá skrifaði Thor olf ævisögu Geirs
Sigurðssonar skipstjóra, Til fiskiveiða fóru
(1955) . Hann íslenskaði líka margar bækur .
Thorolf Smith á ritstjórnarskrifstofum dagblaðsins Vísis .