Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 45

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 45
44 Þjóðmál haust 2012 Einkavæðing í allra þágu Í skoðanakönnun fjölmiðils um daginn kom fram að 80 af hundraði þátttakenda voru hlynntir ríkisrekstri bankanna — aðeins einn af hverjum fimm var á móti . Þetta eru ekki meðmæli með einkavæðingu banka á undanförnum árum . Hún hefur heldur ekki orðið til þess að færa almenningi mik inn augljósan ávinning . Áður en til einka væðingar kom voru bankarnir að mestu reknir fyrir mismuninn á vöxtum inn lána og útlána . Þó að vextir á útlánum séu komnir langt upp úr því sem fyrr á tíð hét okur, og vaxtatekjur einkabankanna hafi vaxið úr öllu hófi, geta viðskiptamenn ekki hreyft sig öðruvísi en að krafist sé svo kall- aðra þjónustugjalda . Þau eru löngu orðin alræmd plága . Þegar barist var fyrir eflingu einkafram- taks á árum áður var það gert með skýrum rökum . Með einkarekstri mætti lækka — og það oft svo um munaði — kostnað við þjónustu og verslun . Því bæri að halda sem flestu slíku frá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum . Um leið og einstaklingar legðu sig fram af elju og natni gæti hvort tveggja batnað, vörurnar og þjónustan . Nánast allt yrði líka ódýrara, þrátt fyrir það að þeir sem að rekstrinum stæðu fengju sína sanngjörnu umbun . — Svona hefði þetta líka getað orðið . En hver er raunin? Í stað þess að hugsa um hag fólks almennt var nánast öll áherslan lögð á að hámarka hagnað einkafyrirtækjanna . Þess hafa of fáir notið . Þeir sem ekki áttu hlut í fyrirtækjum urðu oft og tíðum verr settir en áður . Rýmra hefur gjarna verið um lánsfé í bönkunum, en vextir af útlánum verið uppi í þeim hæðum sem var lögbrot og menn voru dæmdir fyrir í tíð ríkisbanka . Vöruval er fjölbreyttara, en afslættir upp á marga tugi prósenta, sem dæmi eru um að fyrirtæki bjóði sumum viðskiptavina sinna, eru vísbending um alltof háa álagningu . Flugkostum hefur fjölgað, en fargjöld vaða gjarna svo hátt í skýjum að venjulegu fólki er ókleift að komast ferða sinna þegar það helst þyrfti . Þannig mætti áfram telja . Sú var tíðin að bundið var í lög og reglur hver mætti vera hæsta álagning á hverja vöru og þjónustu . Fræg er frá tíma hafta og verð lags eftirlits sagan af manninum sem hætti að smíða líkkistur og fór að framleiða súkku laði af því að hið opinbera taldi það síðarnefnda munaðarvöru og leyfði þar miklu hærri álagningu! Þeir sem láta sér annt um frelsi ein- staklingsins til reksturs fyrirtækja og líta á það sem leið til að bæta hag almennings, þurfa að gæta hófs og beita sér fyrir breytingum sem tryggja að upphaflegum tilgangi verði náð . Samkeppni hefur ekki dugað sem skyldi . Þeir sem nú búa við frelsi í stað hafta fyrri ára mega ekki misnota svo athafnafrelsi sitt að upp vaxi kór sem krefst þess með réttu að hömlurnar og öll skriffinnskan sem þeim fylgir verði innleidd á ný . Ásókn í gróða má ekki keyra svo um þverbak að réttlætanlegt verði að ríkisvaldið grípi á ný inn í frjáls viðskipti í landinu . Þjóðkirkja og trúfrelsi Ein þeirra spurninga sem ætlunin er að svarað verði í þjóðaratkvæðagreiðslu 20 . október nk . er sú, hvort áfram skuli vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands . Í gildandi stjórnarskrá lýðveldsins, 62 . til 64 . gr ., segir: „Hin evangeliska lút- erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda .“ Tekið er fram að þessu megi breyta með lögum . Jafnhliða er svofellt ákvæði: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins . Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða alls-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.