Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 46

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 46
 Þjóðmál haust 2012 45 herjarreglu .“ Og ennfremur segir: „Öll um er frjálst að standa utan trúfélaga . Enginn er skyld ur til að inna af hendi persónu leg gjöld til trú félags sem hann á ekki aðild að . Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Há skóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns …“ Þau trúfélög sem starfa í landinu ásamt þjóð- kirkjunni eru langflest kristin . Þegar þjóðin tók kristna trú var það mál hinna spökustu, að farsælast væri að þjóðin aðhylltist eina trú — ella væri stofnað til óeiningar í landinu . Söguþekkingu hefur farið aftur og má vera að margir kannist ekki lengur við hin fleygu orð Þorgeirs Ljósvetningagoða og lögsögumanns, sem sagt er frá í Íslendingabók Ara fróða: „En nú þykir mér það ráð … að við höfum allir ein lög og einn sið . Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að við munum slíta og friðinn .“ Hnattvæðing og fjölmenning eru líka orðin þvílík tískuorð að þau byrgja mörgum sýn á gömul sannindi . Það er mikill misskilningur, að þótt Ís- lend ingar hafi — í kristilegum kærleika — veitt athvarf fólki, sem hrakist hefur úr eigin þjóðlöndum, þá beri að breyta hér grund - vallar þáttum þjóðlífsins og laga eftir aðkomu- fólkinu . Hægt er að koma til móts við þetta fólk og sýna því skilning, án þess að svo langt sé gengið . Kristin trú og kirkja hafa reynst farsælar undirstöður íslensks þjóðlífs í meira en þúsund ár . Sá vaxandi glund roði sem vofir yfir, ef vegið verður að rótum kirkjunnar, er ekki það sem þjóðin þarfnast eða horfir henni til góðs . Tilvist kristinnar þjóðkirkju hefur líka á engan hátt hamlað því að fólk gæti gengið í önnur trúfélög eða staðið utan slíkra hreyfinga . Trúfrelsi hefur því ríkt í landinu samhliða þjóðkirkju sem allur þorri þjóðarinnar telst til . Þannig er áreiðanlega heillavænlegast að þetta verði áfram . Þörf á að stofnanir og fyrirtæki setji sér siðareglur hefur verið töluvert rædd . Varið hefur verið fé og fyrirhöfn í samningu slíkra reglna . Líka eru þekktar deilur um hvort þeirra sé í rauninni þörf . Það er þó ekki skortur á slíkum viðmiðum sem er vanda- málið — heldur að fylgt sé þeim sem þegar eru til . Flestir eru sem betur fer þannig gerðir, að þeir finna í eigin brjósti hvað rétt er og hvað rangt . Margir sækja þá tilfinningu og þekkingarlegan grundvöll hennar í trúarrit kristinna manna — Biblíuna . Ekki þarf nema að minna á boðorðin tíu, sem fermingarbörn læra . En ótalmargt annað sem leggur grunn að heil steyptu mannlífi er að finna í þeirri bók, eins og flestir vita . Tíma sem varið er til lesturs hennar hefur því löngum þótt vel varið — og bæði kjarnaatriðin og það sem þarf skýringa við ræða prestarnir í kirkjum landsins á hverjum sunnudegi . Mikið er nú velt vöngum yfir, hver verði valinn í hið valdamikla embætti forseta Bandaríkjanna í nóvember nk . Forsetinn þar vestra, sem margir telja merkastan allra, Abraham Lincoln (1809–1865), sá er barðist fyrir afnámi þrælahalds og eflingu lýðræðis, lét eitt sinn svo ummælt um Biblíuna: „Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni .“ Þ að er mikill misskilningur, að þótt Ís lend ingar hafi — í kristilegum kærleika — veitt athvarf fólki, sem hrakist hefur úr eigin þjóðlöndum, þá beri að breyta hér grund vallar þáttum þjóðlífsins og laga eftir aðkomu fólkinu . Hægt er að koma til móts við þetta fólk og sýna því skilning, án þess að svo langt sé gengið .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.