Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 46
Þjóðmál haust 2012 45
herjarreglu .“ Og ennfremur segir: „Öll um
er frjálst að standa utan trúfélaga . Enginn er
skyld ur til að inna af hendi persónu leg gjöld
til trú félags sem hann á ekki aðild að . Nú er
maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til
Há skóla Íslands gjöld þau sem honum hefði
ella borið að greiða til trúfélags síns …“ Þau
trúfélög sem starfa í landinu ásamt þjóð-
kirkjunni eru langflest kristin .
Þegar þjóðin tók kristna trú var það mál
hinna spökustu, að farsælast væri að þjóðin
aðhylltist eina trú — ella væri stofnað til
óeiningar í landinu . Söguþekkingu hefur
farið aftur og má vera að margir kannist
ekki lengur við hin fleygu orð Þorgeirs
Ljósvetningagoða og lögsögumanns, sem
sagt er frá í Íslendingabók Ara fróða: „En nú
þykir mér það ráð … að við höfum allir ein
lög og einn sið . Það mun verða satt, er vér
slítum í sundur lögin, að við munum slíta
og friðinn .“ Hnattvæðing og fjölmenning
eru líka orðin þvílík tískuorð að þau byrgja
mörgum sýn á gömul sannindi .
Það er mikill misskilningur, að þótt Ís-
lend ingar hafi — í kristilegum kærleika —
veitt athvarf fólki, sem hrakist hefur úr eigin
þjóðlöndum, þá beri að breyta hér grund -
vallar þáttum þjóðlífsins og laga eftir aðkomu-
fólkinu . Hægt er að koma til móts við þetta
fólk og sýna því skilning, án þess að svo langt
sé gengið . Kristin trú og kirkja hafa reynst
farsælar undirstöður íslensks þjóðlífs í meira
en þúsund ár . Sá vaxandi glund roði sem vofir
yfir, ef vegið verður að rótum kirkjunnar,
er ekki það sem þjóðin þarfnast eða horfir
henni til góðs . Tilvist kristinnar þjóðkirkju
hefur líka á engan hátt hamlað því að fólk
gæti gengið í önnur trúfélög eða staðið utan
slíkra hreyfinga . Trúfrelsi hefur því ríkt í
landinu samhliða þjóðkirkju sem allur þorri
þjóðarinnar telst til . Þannig er áreiðanlega
heillavænlegast að þetta verði áfram .
Þörf á að stofnanir og fyrirtæki setji sér
siðareglur hefur verið töluvert rædd . Varið
hefur verið fé og fyrirhöfn í samningu slíkra
reglna . Líka eru þekktar deilur um hvort
þeirra sé í rauninni þörf . Það er þó ekki
skortur á slíkum viðmiðum sem er vanda-
málið — heldur að fylgt sé þeim sem þegar
eru til . Flestir eru sem betur fer þannig gerðir,
að þeir finna í eigin brjósti hvað rétt er og
hvað rangt . Margir sækja þá tilfinningu og
þekkingarlegan grundvöll hennar í trúarrit
kristinna manna — Biblíuna . Ekki þarf nema
að minna á boðorðin tíu, sem fermingarbörn
læra . En ótalmargt annað sem leggur grunn
að heil steyptu mannlífi er að finna í þeirri
bók, eins og flestir vita . Tíma sem varið er
til lesturs hennar hefur því löngum þótt vel
varið — og bæði kjarnaatriðin og það sem
þarf skýringa við ræða prestarnir í kirkjum
landsins á hverjum sunnudegi .
Mikið er nú velt vöngum yfir, hver verði
valinn í hið valdamikla embætti forseta
Bandaríkjanna í nóvember nk . Forsetinn
þar vestra, sem margir telja merkastan allra,
Abraham Lincoln (1809–1865), sá er barðist
fyrir afnámi þrælahalds og eflingu lýðræðis,
lét eitt sinn svo ummælt um Biblíuna:
„Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað
mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má
finna í Biblíunni .“
Þ að er mikill misskilningur, að þótt Ís lend ingar hafi —
í kristilegum kærleika — veitt
athvarf fólki, sem hrakist hefur úr
eigin þjóðlöndum, þá beri að breyta
hér grund vallar þáttum þjóðlífsins
og laga eftir aðkomu fólkinu . Hægt
er að koma til móts við þetta fólk
og sýna því skilning, án þess að
svo langt sé gengið .