Þjóðmál - 01.09.2012, Side 48
Þjóðmál haust 2012 47
hann var ekki valinn . Rúmlega helmingur
fundar manna réði því . Flokkurinn virðist
ná fyrra fylgi í könnunum . Er þá ekki
allt í himnalagi? Sá galli er á þessari leið
að hún er syndakvittun fundarins til allra
sem misstigu sig, án uppgjörs eða iðrunar .
Enginn lærdómur er af dreginn, dómgreind
og siðferði styrkjast ekki, þvert á móti .
Óvissa ríkir um hvað telst rétt, reiðin ríkir
áfram . Ástæða er til að muna að hóp-
ákvörðun tryggir ekki rétta niðurstöðu .
Ekkert getur komið í stað traustrar dóm-
greindar þeirra sem bera ábyrgð .
Siðrof
Hugtakið „siðrof“ vísar til ástands sem
verð ur þegar breytingar eru svo örar að
sam skiptahættir og gildi sem fólk hefur
alist upp við missa tengsl við veruleikann .
Bóluhagkerfið var af þessu tagi . Lög og
reglur voru ekki virt, stjórnvöldum féll-
ust hendur, enginn gerði athugasemd .
Menn ing lét undan síga fyrir glópagullinu .
Þeir sem við höfðum kjörið til að stjórna
landinu álitu að best væri að stjórna sem
minnst . Algleymið fékk þá til að trúa því
að þensla og skuldasöfnun væri velmengun,
merki um vel heppnaða stjórnarstefnu . Þó
að hættumerkin væru alls staðar máluð
á vegginn gáfu þeir sig bólunni á vald .
Ekki er óeðlilegt að leggja aukna ábyrgð á
sérfróða . Af hverju eru ekki gerðar kröfur
til hagfræðinga um að þeir axli aukna
ábyrgð? Þeir hafa m .a . lesið hagsögu . Þar er
að finna mörg skelfileg dæmi um ofþenslu
og bóluástand sem leiddi til eignatilfærslna,
fjárhagslegs hruns fjöldans samhliða sam-
þjöppun auðs til fáeinna ofríkra . Þegar
allt kemur til alls er það samt viljastyrkur,
dómgreind og samviska manna sem skipta
mestu . Engin fræði geta komið í stað þessara
eiginda, sem Snorri Sturluson nefndi
„giftirnar þrjár, aflið, spekin og fegurðin“ .
Af hverju kjósum við ekki fulltrúa okkar á
þing skv . þessu?
Málsvörn
Miklu skiptir að stjórnmálamenn séu
óháðir . Enginn kann tveimur herrum að
þjóna, menn verða að velja á milli þess að
sækjast eftir umboði fólksins og þess að
auðgast sjálfir . Gömul ættarveldi eru því
á hverfanda hveli, þar sem menn stóðu
jafnvel með annan fótinn í viðskiptalífinu
en hinn inni á Alþingi . Svör og skýringar
for ystumanna Sjálfstæðisflokksins bera
sið rofinu hins vegar vitni: Þeir sitja ekki
undir ákærum, á þá hefur engin sök verið
sönnuð . Þeir eiga rétt á að teljast saklausir .
Allur vafi á að túlkast sökunaut í vil . Með
þessum rökum er lagt til að málinu sé
vísað frá dómi kjósenda . Er flokkurinn
þá á réttri leið? Á að að færa þeim völdin
sem misstigu sig í Hrunadansinum? Eiga
menn þingsætin sín? Sá möguleiki er
fjarstæðukenndur að menn geti haft slíka
aðstöðu, markmið stjórnmálaflokks eru
háleitari . Nú standa nokkrir forystumenn
flokksins míns frammi fyrir því að
endurheimta traust tæplega helmings
flokksmanna og ótal kjósenda . Hvernig
ætla þeir að gera það?
S á galli er á þessari leið að hún er syndakvittun fund ar ins til
allra sem misstigu sig, án uppgjörs
eða iðrunar . Enginn lær dómur er
af dreginn, dómgreind og siðferði
styrkjast ekki, þvert á móti . Óvissa
ríkir um hvað telst rétt, reiðin ríkir
áfram .