Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 48

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 48
 Þjóðmál haust 2012 47 hann var ekki valinn . Rúmlega helmingur fundar manna réði því . Flokkurinn virðist ná fyrra fylgi í könnunum . Er þá ekki allt í himnalagi? Sá galli er á þessari leið að hún er syndakvittun fundarins til allra sem misstigu sig, án uppgjörs eða iðrunar . Enginn lærdómur er af dreginn, dómgreind og siðferði styrkjast ekki, þvert á móti . Óvissa ríkir um hvað telst rétt, reiðin ríkir áfram . Ástæða er til að muna að hóp- ákvörðun tryggir ekki rétta niðurstöðu . Ekkert getur komið í stað traustrar dóm- greindar þeirra sem bera ábyrgð . Siðrof Hugtakið „siðrof“ vísar til ástands sem verð ur þegar breytingar eru svo örar að sam skiptahættir og gildi sem fólk hefur alist upp við missa tengsl við veruleikann . Bóluhagkerfið var af þessu tagi . Lög og reglur voru ekki virt, stjórnvöldum féll- ust hendur, enginn gerði athugasemd . Menn ing lét undan síga fyrir glópagullinu . Þeir sem við höfðum kjörið til að stjórna landinu álitu að best væri að stjórna sem minnst . Algleymið fékk þá til að trúa því að þensla og skuldasöfnun væri velmengun, merki um vel heppnaða stjórnarstefnu . Þó að hættumerkin væru alls staðar máluð á vegginn gáfu þeir sig bólunni á vald . Ekki er óeðlilegt að leggja aukna ábyrgð á sérfróða . Af hverju eru ekki gerðar kröfur til hagfræðinga um að þeir axli aukna ábyrgð? Þeir hafa m .a . lesið hagsögu . Þar er að finna mörg skelfileg dæmi um ofþenslu og bóluástand sem leiddi til eignatilfærslna, fjárhagslegs hruns fjöldans samhliða sam- þjöppun auðs til fáeinna ofríkra . Þegar allt kemur til alls er það samt viljastyrkur, dómgreind og samviska manna sem skipta mestu . Engin fræði geta komið í stað þessara eiginda, sem Snorri Sturluson nefndi „giftirnar þrjár, aflið, spekin og fegurðin“ . Af hverju kjósum við ekki fulltrúa okkar á þing skv . þessu? Málsvörn Miklu skiptir að stjórnmálamenn séu óháðir . Enginn kann tveimur herrum að þjóna, menn verða að velja á milli þess að sækjast eftir umboði fólksins og þess að auðgast sjálfir . Gömul ættarveldi eru því á hverfanda hveli, þar sem menn stóðu jafnvel með annan fótinn í viðskiptalífinu en hinn inni á Alþingi . Svör og skýringar for ystumanna Sjálfstæðisflokksins bera sið rofinu hins vegar vitni: Þeir sitja ekki undir ákærum, á þá hefur engin sök verið sönnuð . Þeir eiga rétt á að teljast saklausir . Allur vafi á að túlkast sökunaut í vil . Með þessum rökum er lagt til að málinu sé vísað frá dómi kjósenda . Er flokkurinn þá á réttri leið? Á að að færa þeim völdin sem misstigu sig í Hrunadansinum? Eiga menn þingsætin sín? Sá möguleiki er fjarstæðukenndur að menn geti haft slíka aðstöðu, markmið stjórnmálaflokks eru háleitari . Nú standa nokkrir forystumenn flokksins míns frammi fyrir því að endurheimta traust tæplega helmings flokksmanna og ótal kjósenda . Hvernig ætla þeir að gera það? S á galli er á þessari leið að hún er syndakvittun fund ar ins til allra sem misstigu sig, án uppgjörs eða iðrunar . Enginn lær dómur er af dreginn, dómgreind og siðferði styrkjast ekki, þvert á móti . Óvissa ríkir um hvað telst rétt, reiðin ríkir áfram .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.