Þjóðmál - 01.09.2012, Page 49

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 49
48 Þjóðmál haust 2012 Hagsmunir fólksins Með neyðarlögunum lagaði ríkisstjórn Geirs Haarde til eftir sig og bláeyga stjórn ar flokka bóluáranna . Þeim hafði yfirsést í vímu bólunnar að ófrávíkjanlegar forsendur hugmyndarinnar um hina ósýnilegu hönd markaðarins eru að til staðar séu virkir alvöru markaðir og að gott siðferði ríki . Stjórnmálamenn framkvæma stefnu sem kjósendur hafa valið . Á sama hátt umbuna kjósendur eða refsa fulltrúum sínum í kosningum . Að gera framkvæmd stefnu, sem kjósendur hafa valið, að refsimáli er órökrétt og ótækt úrræði í stjórnmálabaráttu . Dómur sögunnar yfir þeim sem stóðu að Landsdómsmálinu verður þungbær . Með neyðarlögunum voru hagsmunir fólksins settir ofar öðru . Hagsmunir banka og þeirra sem fjármagnað höfðu þenslu þeirra sátu á hakanum . Úr sér sprottnir bankar féllu máttvana í fang kröfuhafa og nýir tóku við innlánum og annarri þjónustu við þá sem hér búa . Innlán voru gerð að for gangskröfum . Trygging innlána varð því ríkissjóði nánast að kostnaðarlausu . Krónan féll og allir landsmenn tóku á sig skertan kaupmátt . Rekstur útflutningsgreina var þannig tryggður . Seðlabankinn greip inn í og tryggði inn- og útflutning og hélt al- þjóðlegum greiðslukerfum opnum með því að lofa þeim skaðleysi . Innan fárra daga hafði jöfnuður í þessum viðskiptum snúist við vegna gengis krónunnar og þá sáu alþjóðlegu kortafélögin að allt var með felldu . Gjaldeyrishöft voru sett á til að forða krónunni frá enn meira falli við það að erlendir aðilar drægju fé sitt til baka . Menn trúðu ekki fyrr en í fulla hnefana að bankarnir, sem skilað höfðu verðlaunuðum ársreikningum á glanspappír, uppáskrif- uðum af alþjóðlegum endur skoðunar- félög um, væru í raun dúndrandi gjald- þrota . Þegar það varð ljóst sýndu bæði stjórnmálamenn og embættismenn vilja- styrk, skynsemi og æðruleysi með velferð lands og þjóðar í huga . Margvísleg mistök virðast einnig hafa verið gerð . Sumum aðal- leikendum og spellvirkjum hrunsins tókst að hafa áhrif á stjórnir sem látnar voru fá aukin völd, en starfandi í skjóli enn ríkari bankaleyndar en fyrir hrun . Einhvern tíma munu sagnfræðingar rýna í atburðarásina í kringum „hrunið“ . Því fyrr því betra . Íslenska leiðin Þriðjudaginn 30 . september 2008 stofn - aði bankastjórn Seðlabanka Íslands „að - gerðahóp“ til að gera tillögur um við- brögð við yfirvofandi fjármálaáfalli . Í að gerða hópn um voru auk starfsmanna bank ans þrír sérfróðir menn, einn hæsta- réttarlögmaður, einn löggiltur endur- skoðandi og einn við skiptafræðingur með banka reynslu . Eng inn hagfræðingur . Þessi hópur nálgaðist verkefnið eins og menn endur skipuleggja fjárhag fyrirtækis sem riðar til falls . Farið var yfir þekkt viðbrögð í nálæg um löndum, kosti þeirra og galla, hug myndum var safnað og þær lagðar á borð ráðuneytisstjóra sem vitjuðu hópsins . Unnið var á fleiri vígstöðvum, en ég hefi ekki yfirsýn um það . Útkoman varð sem kunnugt er íslenska leiðin eins og Með neyðarlögunum voru hagsmunir fólksins settir ofar öðru . Hagsmunir banka og þeirra sem fjármagnað höfðu þenslu þeirra sátu á hakanum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.