Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 49

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 49
48 Þjóðmál haust 2012 Hagsmunir fólksins Með neyðarlögunum lagaði ríkisstjórn Geirs Haarde til eftir sig og bláeyga stjórn ar flokka bóluáranna . Þeim hafði yfirsést í vímu bólunnar að ófrávíkjanlegar forsendur hugmyndarinnar um hina ósýnilegu hönd markaðarins eru að til staðar séu virkir alvöru markaðir og að gott siðferði ríki . Stjórnmálamenn framkvæma stefnu sem kjósendur hafa valið . Á sama hátt umbuna kjósendur eða refsa fulltrúum sínum í kosningum . Að gera framkvæmd stefnu, sem kjósendur hafa valið, að refsimáli er órökrétt og ótækt úrræði í stjórnmálabaráttu . Dómur sögunnar yfir þeim sem stóðu að Landsdómsmálinu verður þungbær . Með neyðarlögunum voru hagsmunir fólksins settir ofar öðru . Hagsmunir banka og þeirra sem fjármagnað höfðu þenslu þeirra sátu á hakanum . Úr sér sprottnir bankar féllu máttvana í fang kröfuhafa og nýir tóku við innlánum og annarri þjónustu við þá sem hér búa . Innlán voru gerð að for gangskröfum . Trygging innlána varð því ríkissjóði nánast að kostnaðarlausu . Krónan féll og allir landsmenn tóku á sig skertan kaupmátt . Rekstur útflutningsgreina var þannig tryggður . Seðlabankinn greip inn í og tryggði inn- og útflutning og hélt al- þjóðlegum greiðslukerfum opnum með því að lofa þeim skaðleysi . Innan fárra daga hafði jöfnuður í þessum viðskiptum snúist við vegna gengis krónunnar og þá sáu alþjóðlegu kortafélögin að allt var með felldu . Gjaldeyrishöft voru sett á til að forða krónunni frá enn meira falli við það að erlendir aðilar drægju fé sitt til baka . Menn trúðu ekki fyrr en í fulla hnefana að bankarnir, sem skilað höfðu verðlaunuðum ársreikningum á glanspappír, uppáskrif- uðum af alþjóðlegum endur skoðunar- félög um, væru í raun dúndrandi gjald- þrota . Þegar það varð ljóst sýndu bæði stjórnmálamenn og embættismenn vilja- styrk, skynsemi og æðruleysi með velferð lands og þjóðar í huga . Margvísleg mistök virðast einnig hafa verið gerð . Sumum aðal- leikendum og spellvirkjum hrunsins tókst að hafa áhrif á stjórnir sem látnar voru fá aukin völd, en starfandi í skjóli enn ríkari bankaleyndar en fyrir hrun . Einhvern tíma munu sagnfræðingar rýna í atburðarásina í kringum „hrunið“ . Því fyrr því betra . Íslenska leiðin Þriðjudaginn 30 . september 2008 stofn - aði bankastjórn Seðlabanka Íslands „að - gerðahóp“ til að gera tillögur um við- brögð við yfirvofandi fjármálaáfalli . Í að gerða hópn um voru auk starfsmanna bank ans þrír sérfróðir menn, einn hæsta- réttarlögmaður, einn löggiltur endur- skoðandi og einn við skiptafræðingur með banka reynslu . Eng inn hagfræðingur . Þessi hópur nálgaðist verkefnið eins og menn endur skipuleggja fjárhag fyrirtækis sem riðar til falls . Farið var yfir þekkt viðbrögð í nálæg um löndum, kosti þeirra og galla, hug myndum var safnað og þær lagðar á borð ráðuneytisstjóra sem vitjuðu hópsins . Unnið var á fleiri vígstöðvum, en ég hefi ekki yfirsýn um það . Útkoman varð sem kunnugt er íslenska leiðin eins og Með neyðarlögunum voru hagsmunir fólksins settir ofar öðru . Hagsmunir banka og þeirra sem fjármagnað höfðu þenslu þeirra sátu á hakanum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.