Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 57
56 Þjóðmál haust 2012
ef ekki á verulega illa að fara . Með góðu
skipulagi, stíga- og slóðagerð ásamt eftirliti,
má lík lega skammlaust taka við einni
milljón er lendra ferðamanna á ári, en þegar
yfir 900 .000 verður komið ætti að stemma
stigu við fjöldanum með aukinni gjaldtöku
og meiri áherzlu á ferðamenn, sem fúsir eru
til að greiða um 50 .000 kr . á dag á mann í
heild .
Gætu þá gjaldeyristekjur landsins af
ferða þjónustu numið um 300 milljörðum
kr . árið 2020 að núvirði .
Orkukræfur iðnaður hófst í raun með áburðarverksmiðjunni í Gufunesi um
1950, en þó ekki að ráði fyrr en með lögum
frá Alþingi árið 1965 um Landsvirkjun,
sem falið var það hlutverk að semja um
heildsölu raforku við erlend stórfyrirtæki og
afla í kjölfarið umsaminnar orku, í upphafi
með vatnsaflsvirkjun við Búrfell . Árið 1966
voru síðan samþykkt lög frá Alþingi um
Íslenzka Álfélagið hf . í Straumsvík eftir
mikla orrahríð, þar sem sameignarsinnar
fóru mikinn, og nefndi forkólfur þeirra,
Einar Olgeirsson, Straumsvík m .a . „hausa-
skeljastað“! Rússneski kommúnista flokk-
urinn mun hafa talið vestrænar fjárfestingar
á Íslandi andstæðar hagsmunum komm-
únista á Íslandi í kalda stríðinu . Eftir
það hafa vinstri öflin í landinu ekki mátt
heyra minnzt á erlendar fjárfestingar og
í raun lagt stóriðjuna í einelti . Stóriðjan í
landinu hefur verið frá upphafi og er enn
stjórnmálalegt bitbein milli frelsisunnandi
framfaraafla og haftasækinna afturhalds-
afla . E .t .v . stafar þetta af því, að eigendur
stóriðjufyrirtækjanna eru öflug hlutafélög
án ríkisaðildar og flest með bækistöðvar
vestan hafs . Afturhaldsöflin hafa löngum
haft horn í síðu „auðvaldsins“, þó að þessi
félög þess hafi fallið mjög vel að íslenzkum
aðstæðum .
Á síðustu árum er mengun viðbáran, en
sú viðbára hefur algerlega gengið sér til
húðar . Í Straumsvík mælist t .d . varla vottur
af mengun frá álverinu í gróðri í grennd,
og í lífríki sjávar úti fyrir strönd álverslóðar -
inn ar vottar vart fyrir mengun . Þetta er
stað fest af virtum innlendum vísindamönn-
um á þessum sviðum . Í bígerð er að reisa
nýjar ker reyks hreinsi stöðvar í Straums vík
til að mæta aukinni framleiðslu . Er þar um
gríðar lega fjárfestingu að ræða til meng un-
ar varna .
Koltvíildislosun íslenzkra álvera er ein sú
alminnsta, sem þekkist í heiminum, mæld
sem kg/t Al, og ISAL (álverið í Straumsvík)
er sum árin með minnstu CO2-losun á kg
áls allra álvera í heiminum . Þetta sýnir, að
starfsmenn íslenzku álveranna hafa náð svo
góðum tökum á starfseminni, að árangur
þeirra er á heimsmælikvarða .
Samkvæmt óbrenglaðri Rammaáætlun er
næg hagkvæm orka með lágt verndargildi
fyrir hendi í landinu til að auka framleiðslu
áls á Íslandi um eina milljón tonna, og
yrði þó nóg eftir til annarra nota, svo sem
rafgreiningar á vatni til eldsneytisfram-
leiðslu og hleðslu rafbíla .
Við beizlun jarðvarmans til vinnslu raf-
orku hefur undanfarin ár verið farið fram
Á síðustu árum er mengun viðbáran, en sú viðbára hefur
algerlega gengið sér til húðar . Í
Straumsvík mælist t .d . varla vottur
af mengun frá álverinu í gróðri í
grennd, og í lífríki sjávar úti fyrir
strönd álverslóðarinnar vottar vart
fyrir mengun . Þetta er staðfest af
virtum innlendum vísindamönnum
á þessum sviðum .