Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 59

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 59
58 Þjóðmál haust 2012 56% af VLF, en þetta hlutfall þarf að verða um 80% . Afleiðingin af þessu lága hlutfalli er lág landsframleiðsla á mann miðað við nágrannaþjóðirnar . Hún er t .d . aðeins 50% af VLF/íb í Noregi mælt í erlendri mynt . Aðalkeppikefli landsmanna ætti að vera að búa til fyrirmyndarmenntakerfi allt frá leikskóla/grunnskóla til háskólastigs . Til þess þarf að veita menntastofnunum frelsi til að keppa sín á milli um nemendur og um árangur nemendanna . Líklega vantar samt stórfé inn í kerfið, svo að það hafi möguleika á að verða í fremstu röð . Byggja þarf upp hágæða verkmenntun í landinu á öllum sviðum til að svara auknum gæðakröfum og eftirspurnaraukningu atvinnulífsins . Þá þarf að efla vísindarannsóknir til að styrkja hátækniiðnaðinn í landinu . Heilbrigðisgeirinn má muna fífil sinn fegri, eins og bezt sést á því, að á árinu 2012 hefur biðtími eftir aðgerðum lengzt og í sumum tilvikum um 50% á einu ári . Heil- brigðisgeirinn er í fjötrum opinbers rekstr- arfyrirkomulags . Einkarekstur tíðkast þó í nokkrum mæli, en andsnúin stjórn völd reyna að leggja stein í götu hans við hvert fótmál . Hið opinbera verður að efla samkeppni um þjónustuna, sem það kaupir, til að lækka einingarkostnað . Við erum eftirbátar annarra í þeim efnum og á sviði valfrelsis um lækningaaðferðir . Hið opinbera á Íslandi ætti að taka Breta og Þjóðverja sér til fyrirmyndar um viður kenn ingu á grasalækningum og smá skammta lækningum, svo að tvær af fjöl- mörgum greinum svokallaðrar óhefð bund- innar læknis fræði séu nefndar . Með því og ekki sízt forvarnaaðgerðum reistum á heilsu- sam legu líferni og mataræði má spara stór fé, e .t .v . yfir 10 milljarða kr . á ári, í heil brigðis- geiranum . Eftirmáli Áþessu kjörtímabili (frá apríl 2009) hefur frelsi einstaklinga og fyrirtækja lotið í lægra haldi fyrir forsjárhyggju og útþenslustefnu ríkisins . Þessi öfugsnúna þróun hefur sýkt þjóðfélagið og valdið miklum ríkissjóðshalla, svo að hagkerfið er í raun staðnað . Fjárfestingar eru í sögu legu lágmarki, og langtíma atvinnuleysi er orðið böl á Íslandi . Eftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr án sýnilegs árangurs, en löggæzla á láði, legi og í lofti er klipin við nögl með skammarlegum hætti, svo að öryggi þegn- anna og öryggi sæfarenda er fyrir borð borið . Stjórnarfar vinstri manna hefur leitt til umtalsverðs atgervisflótta, sem lífs nauð- synlegt er að snúa við . Þessa þróun mála á landi hér er ekki hægt að sætta sig við, og það er hægt að snúa af þessari óheillabraut . Vilji er allt sem þarf . Það þarf vilja til að hefja frelsið til vegs á ný . Það verður að hafa taumhald á frelsi ríkisins, því að frelsi þess er alltaf á kostnað einstaklingsins . Næsta ríkisstjórn í landinu verður að virkja einstaklingsfrelsið og stjórna með hagsmuni hinnar vinnandi konu og karls fyrir augum og afkomenda þeirra . E ftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr án sýnilegs árangurs, en löggæzla á láði, legi og í lofti er klipin við nögl með skammarlegum hætti, svo að öryggi þegn anna og öryggi sæfar- enda er fyrir borð borið . Stjórnar- far vinstri manna hefur leitt til umtalsverðs atgervisflótta, sem lífsnauð syn legt er að snúa við .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.