Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 59
58 Þjóðmál haust 2012
56% af VLF, en þetta hlutfall þarf að verða
um 80% . Afleiðingin af þessu lága hlutfalli
er lág landsframleiðsla á mann miðað við
nágrannaþjóðirnar . Hún er t .d . aðeins 50%
af VLF/íb í Noregi mælt í erlendri mynt .
Aðalkeppikefli landsmanna ætti að vera
að búa til fyrirmyndarmenntakerfi allt frá
leikskóla/grunnskóla til háskólastigs . Til
þess þarf að veita menntastofnunum frelsi
til að keppa sín á milli um nemendur og um
árangur nemendanna . Líklega vantar samt
stórfé inn í kerfið, svo að það hafi möguleika
á að verða í fremstu röð . Byggja þarf upp
hágæða verkmenntun í landinu á öllum
sviðum til að svara auknum gæðakröfum
og eftirspurnaraukningu atvinnulífsins . Þá
þarf að efla vísindarannsóknir til að styrkja
hátækniiðnaðinn í landinu .
Heilbrigðisgeirinn má muna fífil sinn
fegri, eins og bezt sést á því, að á árinu 2012
hefur biðtími eftir aðgerðum lengzt og í
sumum tilvikum um 50% á einu ári . Heil-
brigðisgeirinn er í fjötrum opinbers rekstr-
arfyrirkomulags . Einkarekstur tíðkast þó í
nokkrum mæli, en andsnúin stjórn völd reyna
að leggja stein í götu hans við hvert fótmál .
Hið opinbera verður að efla samkeppni
um þjónustuna, sem það kaupir, til að
lækka einingarkostnað . Við erum eftirbátar
annarra í þeim efnum og á sviði valfrelsis um
lækningaaðferðir . Hið opinbera á Íslandi ætti
að taka Breta og Þjóðverja sér til fyrirmyndar
um viður kenn ingu á grasalækningum og
smá skammta lækningum, svo að tvær af fjöl-
mörgum greinum svokallaðrar óhefð bund-
innar læknis fræði séu nefndar . Með því og
ekki sízt forvarnaaðgerðum reistum á heilsu-
sam legu líferni og mataræði má spara stór fé,
e .t .v . yfir 10 milljarða kr . á ári, í heil brigðis-
geiranum .
Eftirmáli
Áþessu kjörtímabili (frá apríl 2009) hefur frelsi einstaklinga og fyrirtækja
lotið í lægra haldi fyrir forsjárhyggju og
útþenslustefnu ríkisins . Þessi öfugsnúna
þróun hefur sýkt þjóðfélagið og valdið
miklum ríkissjóðshalla, svo að hagkerfið er
í raun staðnað . Fjárfestingar eru í sögu legu
lágmarki, og langtíma atvinnuleysi er orðið
böl á Íslandi .
Eftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei
fyrr án sýnilegs árangurs, en löggæzla á
láði, legi og í lofti er klipin við nögl með
skammarlegum hætti, svo að öryggi þegn-
anna og öryggi sæfarenda er fyrir borð
borið . Stjórnarfar vinstri manna hefur leitt
til umtalsverðs atgervisflótta, sem lífs nauð-
synlegt er að snúa við .
Þessa þróun mála á landi hér er ekki
hægt að sætta sig við, og það er hægt að
snúa af þessari óheillabraut . Vilji er allt
sem þarf . Það þarf vilja til að hefja frelsið
til vegs á ný . Það verður að hafa taumhald
á frelsi ríkisins, því að frelsi þess er alltaf á
kostnað einstaklingsins . Næsta ríkisstjórn í
landinu verður að virkja einstaklingsfrelsið
og stjórna með hagsmuni hinnar vinnandi
konu og karls fyrir augum og afkomenda
þeirra .
E ftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr án sýnilegs
árangurs, en löggæzla á láði, legi
og í lofti er klipin við nögl með
skammarlegum hætti, svo að
öryggi þegn anna og öryggi sæfar-
enda er fyrir borð borið . Stjórnar-
far vinstri manna hefur leitt til
umtalsverðs atgervisflótta, sem
lífsnauð syn legt er að snúa við .