Þjóðmál - 01.09.2012, Page 61

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 61
60 Þjóðmál haust 2012 varð til ólögleg starfsemi kuklara, skottu- lækna og einnig alvörulækna, sem tóku að sér fóstureyðingar á laun fyrir ærið fé . Þessi starfsemi var eðli sínu samkvæmt eftirlits- laus og ábyrgðarlaus og afleiðingarnar lentu á konunum af fullum þunga . Sótt hreins- un og hreinlæti var ófullkomið . Sýking og dauði gat fylgt í kjölfarið . Þegar fóstureyðingar voru leyfðar með lögum nr . 25 árið 1975 gjörbreyttist þetta . Í lögunum var tekið fram: 14 . gr .: „Sjálfri aðgerðinni skal hagað eftir fyllstu viðurkenndum kröfum læknis- fræðinnar til tryggingar því að konum verði sem minnst um aðgerðina . Sama gildir og um allan búnað er aðgerðin fer fram .“ 15 . gr .: „Einungis læknar mega fram- kvæma fóstureyðingu . Fóstureyðingu má aðeins framkvæma í sjúkrahúsum . . .“ 29 . gr .: „Sjúkratryggingar almannatrygg- inga greiða sjúkrakostnað vegna fóst ur eyð- inga . . .“ Með þessum lögum var fúskurum og lög- brjótum rutt út af sviðinu og konum tryggð besta læknisþjónusta sem völ var á, öryggi, hreinlæti og ábyrgur aðili . Vegna þess að aðgerðin er konum að kostnaðarlausu eiga engir aðrir en ríkið möguleika á að koma nálægt þessum málum . Ríkisvaldið náði fullkomnu taumhaldi á þeim . Skiptar skoðanir eru um fóstureyð ingar en að áliti þeirra sem þeim eru fylgj andi hefur þessi framgangsmáti tekist vel . Markaðslegar lausnir R íkið þarf að ná algjörum yfirráðum yfir verslun með fíkniefni . Við það geta markaðslegar lausnir hjálpað . Hin viðurkennda aðferð til þess er sam- keppni þar sem þú selur ódýrar en keppi- nauturinn og ýtir honum út af mark- aðinum . Ríkið verður sjálft að selja þessi efni ódýrt, jafnvel afhenda neytandanum þau að kostnaðarlausu svo að engir aðrir geti keppt við það eða haft hag eða áhuga á því . Með því hefur ríkið náð valdi á þessum málum, sem er mikil framför mið að við það ófremdarástand sem nú ríkir . Þegar ríkið er komið með fíkniefnin í sínar hendur getur það sjálft sett reglurnar og skilyrðin til að koma þessum málum í betri farveg . Neytandinn, sem fær efni ókeypis í stað þess að láta glæpamenn kúga út úr sér fé , hlýtur að vera tilbúinn að lúta ýmsum skil- yrðum, t .d . að leita sér lækninga og neyta efnis ins á staðnum . Fjárhagur neytandans myndi lagast og hann gæti fremur beitt kröftum sínum til að koma lagi á eigið líf . Hægt verður að skrá setja neytendur og fylgjast betur með þeim . R íkið þarf að ná algjörum yfirráðum yfir verslun með fíkni efni . Við það geta markaðs legar lausnir hjálpað . Hin viður kennda aðferð til þess er samkeppni þar sem þú selur ódýrar en keppi nautur inn og ýtir honum út af mark að inum . Ríkið verður sjálft að selja þessi efni ódýrt, jafnvel afhenda neytand anum þau að kostnaðarlausu, svo að engir aðrir geti keppt við það eða haft hag eða áhuga á því . Á þennan hátt er ríkið komið með þessi mál í sínar hendur, sem er mikil framför miðað við það ófremdarástand sem nú ríkir .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.