Þjóðmál - 01.09.2012, Page 63

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 63
62 Þjóðmál haust 2012 Jens Garðar Helgason Hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn unnið næstu kosningar? Sjálfstæðisflokkurinn öðrum flokkum fremur hefur ávallt haft skýra stefnu sem byggist á sjálfstæðisstefnunni frá 1929 . Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins til athafna, atvinnu frelsi og sameiginlegt grunnnet sem tryggir öllum þegnum jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu . Með slíkt grunnstef í farteskinu eiga menn að ganga óhræddir til kosninga — nú sem áður . Fyrir hinn almenna borgara skiptir miklu máli að grunnþættir samfélagsins séu í lagi — að forgangsröðun í rekstri ríkis ins sé þannig að fyrst sé haldið utan um heil brigðisþjónustu, menntun og löggæslu . Það er algjörlega ólíðandi fyrir sveitar stjórn ar menn um allt land að horfa upp á niður skurð undir þolmörk í löggæslu, heilsugæslu og hjá sjúkrahúsum á meðan framlög eru aukin til pólitískra gæluverkefna sem í hugum flestra, sem hafa hag fólksins að leiðarljósi, eru neðst á forgangslistanum — eða jafnvel ekki einu sinni á honum . Á sama tíma og bæjarráð Fjarðabyggðar fór á fund velferðarráðherra til að ítreka þá kröfu íbúa á Austurlandi að ekki mætti loka Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í 8 vikur og spara 50 miljónir — voru settar 80 miljónir í aukin framlög til sin fóníuhljómsveitarinnar til að standa undir leigu í Hörpu . Um leið var ríkis- stjórnin að eyða hundruðum miljóna í þjóðfundi og stjórnlagaráð . Umhverfis- ráðherra var dæmdur í hæstarétti fyrir að stöðva aðalskipulag Flóahrepps þar sem lá fyrir að einungis var verið að bregða fæti fyrir framtíðarvirkjunaráform í hreppnum . R áðherrar hafa ítrekað tafið og reynt að koma í veg fyrir áætlanir íbúa í at vinnuuppbyggingu víðsvegar um land . Hver man ekki eftir ákvörðun Þórunnar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.