Þjóðmál - 01.09.2012, Page 64

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 64
 Þjóðmál haust 2012 63 Svein bjarnar dótt ur umhverfisráðherra um tvöfalt umhverfis mat sem eyðilagði allar vonir Hús víkinga um álver á Bakka . Ríkis- stjórnin hefur eftir fremsta megni reynt að leggja stein í götu uppbyggingar í Helguvík . Svona mætti lengi telja . Ímínum huga er lykillinn að sigri Sjálf-stæðis flokksins í næstu kosningum að leggja til hliðar pólitísk gæluverkefni upp á miljarða sem engu skila og hafa engin áhrif á almenna velferð íbúa landsins . Lofa skal íbúum þessa lands að vörður verði staðinn um grunnstoðir samfélagsins, að ekki verði skorið meira niður í löggæslu eða heilbrigðisþjónustu . Þess í stað skuli hagræða í rekstri utanríkisþjónustunnar og miljarðaaustri í ESB-aðlögunarferlið hætt, svo að eitthvað sé nefnt . Sjálfstæðisflokkurinn á að setja á odd-inn að ná sáttum við atvinnulífið í landinu — að boða það að hann muni vinna með fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra að því að gera rekstrarumhverfi þeirra samkeppnishæfara — en ekki vera í heilögu stríði við hverja atvinnugreinina á fætur annarri, sbr . sjávarútveginn og ferðaþjónustuna . Með öflugu atvinnulífi eykst hagvöxtur, kaup máttur hækkar, atvinnu leysi minnkar og skattar lækka . Þannig stuðlar Sjálf stæðis flokkurinn að því að hagur heimilanna í landinu vænkast, bjart sýni landsmanna vex og tækifæri skapast . Sjálfstæðisflokkurinn á að vera í farar-broddi að boða stefnu sem byggir á þessum þáttum . Hann á að byggja á jákvæðri, uppbyggilegri og skynsamlegri stefnu sem gefur fólki von og þá trú að betra verði að búa á Íslandi á komandi árum en í Noregi . Við sjálfstæðisfólk eigum að ganga í fararbroddi og segja Gróu á Leiti stríð á hendur — við eigum að stuðla að því að tiltrú fólks á stjórnmálamönnum og Alþingi Íslendinga, því elsta í heimi, aukist . Við gerum það með því að hefja stjórn málaumræðuna upp úr forarsvaðinu og sýna þjóðinni að Sjálfstæðisflokkurinn er það hreyfiafl í íslenskum stjórnmálum sem eflir lífskjör almennings og nýtir auð- lind ir landsins á skynsamlegan hátt fyrir nú ver andi og komandi kynslóðir þessa lands . S jálfstæðisflokkurinn á að setja á oddinn að ná sáttum við atvinnulífið í landinu — að boða það að hann muni vinna með fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra að því að gera rekstrarumhverfi þeirra samkeppnishæfara — en ekki vera í heilögu stríði við hverja atvinnugreinina á fætur annarri, sbr . sjávarútveginn og ferðaþjónustuna . Með öflugu atvinnulífi eykst hagvöxtur, kaupmáttur hækkar, atvinnuleysi minnkar og skattar lækka . Þannig stuðlar Sjálfstæðisflokkurinn að því að hagur heimilanna í landinu vænkast, bjartsýni landsmanna vex og tækifæri skapast .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.