Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 67

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 67
66 Þjóðmál haust 2012 áhættu fíkn ykist þegar það kostaði lítið að taka áhættu . Eilífðarvélin: uppgjör við nýfrjálshyggj ­ una er nafn á bók vinstrimanna um frjáls - hyggju og kapítalisma, en Hannes stakk upp á fyrirlestraröð sem bæri nafnið „Frelsi til að vaxa og þroskast: uppgjör við sósíal- ism ann“ . Hann sagði sósíalismann halda aftur af fólki og koma í veg fyrir að það geti dafnað eftir eigin lögmálum . Fjórða málefnið, sem Hannes vill setja á dagskrá, er afleiðingar alræðisstefna nasisma og kommúnisma, en á 20 . öld féllu á annað hundrað milljón manna af völdum þeirra . Hann telur mikilvægara að halda á lofti glæpum kommúnismans, því að hann hafi ekki lagst á minni mannkynsins sem helstefna með sama hætti og nasisminn hafi gert . Hannes hyggst halda ráðstefnu um glæpi kommúnismans og nýjasta bók hans er einmitt Íslenskir kommúnistar 1918– 1998, sem hefur almennt fengið góðar viðtökur, enda fróðleg og lipur aflestrar . Hannes sagði að fólk mætti ekki gleyma að hálfgerð gullöld hafi ríkt á Vesturlöndum frá falli Ráðstjórnarríkjanna, þegar ótti við kjarnaodda og ógnarstjórn vofði ekki lengur yfir, og til ársins 2008 . Segja má að leiðarstef í ræðu hans hafi einmitt verið sjónarhorn sagnfræðingsins, sem vill líta vítt yfir sviðið og missa ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir . Og það var einmitt af slíkri víðsýni sem Hannes mælti í lok ræðu sinnar, að hver og einn hægrimaður ætti að sinna sínum hugðarefnum eftir sínu höfði, gera það sem hann teldi skynsamlegast og að þegar skeiðið væri fullnað gæti hann eins og í hinni helgu bók sagt við sjálfan sig, óháð því hvort að árangur hefði nást eða ekki, að hann hefði barist hinni góðu baráttu (vísunin er í síðara bréf Páls til Tímóteusar 4:7) . Gunnlaugur Jónsson tók næstur til máls . Hann er höfundur Ábyrgðar­ kvers, rits um bankahrunið og lærdóminn um ábyrgð, sem kom út fyrr á þessu ári . Gunn laugur hefur lengi verið mikilvirkur í grasrótar starfi frjálshyggjumanna og situr meðal annars í fræðaráði Ludwig von Mises- stofnunar innar á Íslandi . Ræða Gunnlaugs var afhjúpandi og tæpi- tungulaus . Hann hóf mál sitt með því að benda á tækifærið sem fólgið er í ólgusjó bankahrunsins og fjármálakreppunnar: Kastljósið beinist að meintum sökudólg, frjálshyggjunni, og því fá frjálshyggjumenn tækifæri til að útskýra sjónarmið sín . Gunnlaugur sýndi fundargestum málverk eftir listamanninn Þránd Þórarinsson, sem er á bókarkápu Ábyrgðarkversins . Málverkið er af eldfjallinu Heklu, sem er nýbúið að gjósa og dreifa ösku yfir nærliggjandi landsvæði . En upp úr öskunni brýst lítið blóm, sem táknar nýja von eftir hamfarirnar, að lærdómur sé dreginn af því sem fór úrskeiðis og að neikvæðir hlutir geti þannig af sér jákvæða hluti . Lærdómurinn af hruninu, að mati Gunn- laugs, er ekki sá sem hefur verið áberandi í umræðunni og heyrðist strax nóttina sem Glitnir féll, það er að segja að frjálsræði sé slæmt og að frjálshyggjan sé jafnvel Hannes fullyrti að heims-kreppan væri ekki kapítal- ismanum að kenna, heldur miklu frekar ríkisafskiptum og fjármálatækni, sem menn réðu ekki við . „Þegar ríkið tekur ábyrgð á einhverju þá er afleiðingin ábyrgðarleysi,“ sagði hann og bætti við að áhættufíkn ykist þegar það kostaði lítið að taka áhættu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.