Þjóðmál - 01.09.2012, Page 76
Þjóðmál haust 2012 75
legum fróðleik um 19 . öldina, lífið í
Reykjavík og Kaupmannahöfn . Og hér
koma fram alveg nýjar upplýsingar um eitt
við kvæmasta málið tengt minningu Jóns
Sig urðs sonar sjálfs . Margrét gerir semsagt
að umtalsefni fræg veikindi Jóns forseta
árið 1840 sem slúðursögurnar — og einnig
fræðimenn á síðustu árum — kenndu við
sárasótt eða sýfilis . Hún sýnir fram á það að
einu heimildirnar um málið, lýsingar Jóns
sjálfs á einkennum sjúkdómsins, passi ekki
við að um sárasótt hafi verið að ræða . Vitnar
hún í Elías Ólafsson lækni og prófessor sem
staðfestir þetta og telur að um hafi verið að
ræða kvilla sem enn í dag er algengur meðal
ungra karla .
Ingibjörg er að mínu mati í heild sinni
stórmerkileg og stórskemmtileg bók . Eftir
lesturinn fáum við aðra mynd af „forseta-
frúnni“ en ríkjandi hefur verið fram að
þessu, og sumu leyti einnig af Jóni forseta .
Hér stígur Ingibjörg fram sem sjálfstæður
ein staklingur; áhugaverð kona, mæt, vel-
vilj uð og virðuleg .
Margrét Gunnarsdóttir segir frá Ingibjörgu á göngu á vegum Árbæjar-
safns, 17 . júní 2011, um slóðir Ingibjargar í Reykjavík .