Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 77

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 77
76 Þjóðmál haust 2012 Sagnfræðileg predikun Einar Már Jónsson: Örlagaborgin: Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar — Fyrri hluti, Ormstunga, Reykjavík 2012, 545 bls . Eftir Atla Harðarson Ö rlagaborgin eftir Einar Má Jónsson er fyrri hluti tveggja binda verks um frjálshyggju . Þetta fyrra bindi segir sögu sem nær frá sextándu öld til þeirrar nítjándu . Seinna bindið mun væntanlega fjalla um þá tuttugustu . Höfundi er mikið niðri fyrir . Þótt textinn sé fullur af frásagnargleði leynir sér ekki að honum er mjög í mun að koma pólitískum boðskap á framfæri . Þessi boðskapur er á þá leið að frjálshyggja hafi öðru fremur spillt samfélagi nútímans . En þótt boðskapnum sé einkum beint gegn skoðunum sem Einar Már kennir við frjálshyggju andæfir hann jafnframt framfarahyggju þeirra sem halda að sagan fylgi óhjákvæmilega einhverri markaðri braut til sífellt betri tíma . Bankahrun og bræðurnir Hefði, Mundi og Skyldi Bókin er skrifuð af lærdómi og list og hún er skemmtileg aflestrar, enda hefur höfundur gott vald á efninu sem er sambland af hugmyndasögu og hagsögu, heimspeki og vangaveltum um stjórnmál . Nafn sitt dregur hún af myndmáli sem Einar Már notar til að lýsa tilverunni . Ef til vill væru „Örlagaborgirnar“ í fleirtölu þó meira réttnefni því hann sækir í smiðju austurríska heimspekingsins Karls Popper (1902–1994) sem skipti veröld okkar í þrjú svið, efnisheiminn, sálarlíf einstaklinganna og heim hugmynda og menningar . Í þessari bók er hvert svið vistað í einni borg . En borgir Einars rúma meira en veruleikann . Þar eru líka vistarverur sem geyma það sem aldrei var en gat orðið . Ferðalag sögumanns um örlagaborgirnar er því ekki eins og venjuleg sagnfræði heldur tekur hann stundum á sig króka og skoðar hvað gat gerst ef sagan hefði, mundi og skyldi hafa rambað aðra leið en hún gerði . Einar Már kennir frjálshyggju um fjölmarga glæpi auðmanna og yfirstéttar gegn alþýðu á fyrri tíð . Hann skrifar ansi margt á reikning hennar, þar á meðal kreppu síðustu ára . Þessar aðdróttanir eru allfyrir- ferðarmiklar í textanum . Þær segja ekkert nýtt . Þeir sem vilja aukna miðstýringu og ríkisafskipti af efnahagslífinu hrópa margir þetta sama nú um stundir og láta eins og þeir viti að án hagstjórnar í anda frjálshyggju hefði engin kreppa orðið . Á hinn bóginn látast allmargir frjálshyggjumenn vita fyrir víst að með minni ríkisafskiptum hefði allt farið á betri veg . Hvorir tveggju eru ósparir á fullyrðingar um hvað hefði, mundi og skyldi gerast ef hagkerfið væri einhvern veginn allt öðru vísi en sú flókna blanda af miðstýringu og markaðslausnum sem við þekkjum úr raunveruleikanum . En ætli þeir félagar Hefði, Mundi og Skyldi séu ekki óútreiknanlegri og duttlungafyllri en svo að hægt sé að fullyrða mikið um hvaða afrek þeir ynnu ef allt væri öðruvísi . Kreppur virðast skekja alls konar hagkerfi, misjafnlega kapítalísk og misjafnlega þjóðnýtt . Munurinn er kannski helst sá að í þeim kapítalísku koma blómlegri hagvaxtarskeið á milli og þar ber líka ögn meira á lýðræðislegum stjórnarháttum en þar sem efnahagslíf er mjög miðstýrt . Á bak við fullyrðingar um að kreppa síðustu ára sé vegna of mikillar eða of lítillar frjálshyggju virðast stundum búa fremur barnalegar hugmyndir í þá veru að frjálshyggja sé ein forskrift um alla hluti og neitun hennar leiði líka til einnar forskriftar . Hitt mun þó sönnu nær að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.