Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 83

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 83
82 Þjóðmál haust 2012 Má að einsýni af þessu tagi er viðsjárverð . Hún getur, ef mér skjátlast ekki, átt sinn þátt í að magna upp ágirnd sem ýtir samhug og góðmennsku til hliðar svo menn hirði hvorki um eigin heiður né hamingju annarra . Ég hef bent á að í Örlagaborginni sé all- mikið af ýkjum og einföldun á flóknum veru leika . En að svo miklu leyti sem bókin er andmæli gegn tilburðum til að skilja allt lífið út frá líkani sem lýsir aðeins einni hlið þess flytur hún hollan boðskap . Tilvísanir 1 Enski frumtextinn er á þessa leið hjá Locke: „But we know God hath not left one man so to the mercy of another, that he may starve him if he please: God the Lord and Father of all has given no one of his children such a property in his peculiar portion of the things of this world, but that he has given his needy brother a right to the surplusage of his goods; so that it cannot justly be denied him, when his pressing wants call for it: and therefore no man could ever have a just power over the life of another by right of property …“ . 2 Ég fjallaði um þessa bók í ritdómi sem birtist í Þjóðmálum 2010 (3 . hefti, 6 . árg . bls . 85–93) . 3 Enski frumtextinn er á þessa leið hjá Hobbes: „So that in the first place, I put for a generall inclination of all mankind, a perpetuall and restlesse desire of Power after power, that ceaseth onely in Death .“ Um ævi Kolbeins í Dal Kolbeinn Jakobsson í Dal: Æviágrip skrifað af honum sjálfum, Engilbert Ingvarsson bjó til prent unar, Snjáfjallasetur, Reykjavík 2012, 100 bls . Eftir Björn Bjarnason Engilbert S . Ingvarsson (f . 1927) fædd-ist og ólst upp á Snæfjallaströnd og var þar bóndi frá 1953 til 1987, hann er lærður bókbindari en hefur hin síðari ár skrifað bækur með fróðleik um heimabyggð sína . Þá ritaði hann æviminningabrot um ár sín á Ísafirði (1944 til 1953), Þegar rauði bærinn féll, og birtist umsögn um bókina hér í Þjóðmálum . Nú hefur Engilbert tekið saman og búið til prentunar bókina Æfiágrip eftir Kolbein Jakobsson í Dal, sem Kolbeinn skráði sjálfur árið 1935 . Ritar Engilbert eftirmála við hvern kafla í frásögn Kolbeins . Útgefandi er Snjáfallasetur í samstarfi við Sögumiðlun árið 2012 . Af upplýsingum um útgáfu bókar innar má ráða að synir Engilberts hafi verið honum innan handar við frágang handrits og myndvinnslu . Í bókinni eru ljósmyndir og nafnaskrá . Ég sakna þess að ekki skuli birt kort í bókinni til að auðvelda þeim sem ekki þekkja staðhætti að átta sig betur á sögusviðinu . Ber að fagna þessu framtaki . Saga Kolbeins í Dal á erindi enn þann dag í dag ekki aðeins til heimamanna við Ísafjarðardjúp þar sem hún gerist heldur til allra sem vilja afla sér vitneskju um líf Íslendinga á síðari hluta 19 . aldar og á fyrri hluta hinnar 20 . Kolbeinn fæddist í september 1862 á Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd í mikla fátækt og var fengið fyrir hann fóstur hjá afasystur hans, Ragnhildi Jakobsdóttur, og Rósinkar Árnasyni, manni hennar, í Æðey . Þar ólst hann upp og dvaldist til 19 ára aldurs þegar hann fluttist vorið 1882 í Unaðsdal með unnustu sinni, Sigurborgu Jónsdóttur . Fyrst bjuggu þau í hrörlegum torfbæ . Kolbeinn reisti nýjan timburinnréttaðan torfbæ 1887–88 og bjó hann í Unaðsdal í 40 ár, til 1922 . Var hann alltaf kallaður Kolbeinn í Dal . Hann flutti að Bæjum þar sem voru nokkur ábýli og undir lok ævi sinnar dvaldist hann hjá börnum sínum . Hann andaðist í sjúkrahúsinu á Ísafirði 9 . júní 1944, níu árum eftir að hann skráði æviminningar sínar . Viðbót og skýringar Engilberts við ævi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.