Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 84

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 84
 Þjóðmál haust 2012 83 sögu Kolbeins í Dal eru mikils virði því að Engilbert auðveldar nútímamönnum að átta sig á aðstæðum öllum auk þess sem hann tengir þá sem nefndir eru til sög unnar inn í samtímann . Er mikils virði að fróður og vandvirkur höfundur á borð við Engil- bert taki sér fyrir hendur að miðla þekk ingu um tíma og búskaparhætti sem nú eru með öllu horfnir og tengja á þann veg sem gert er í þessari bók . Engilbert skrifar knappan stíl í anda Kolbeins í Dal, hvorugur þeirra grípur til hástemmdra lýsingarorða þegar þeir segja frá atburðum sem nú yrðu tilefni opinberra viðbragða með áfallahjálp og allri þeirri þjónustu sem nú talin er sjálfsögð fyrir þá sem eiga um sárt að binda . Engilbert á rætur sínar á sama stað og Kolbeinn lifði . Engilbert fæddist í gamla torfbænum í Dal og dvaldist þar fram á níunda ár og man því vel húsakynni í bænum þar sem Kolbeinn dó . Þá hlustaði hann haustið 1935 á Kolbein lesa frásögn sína af 40 ára gömlum atburðum þegar Bæjardraugurinn svonefndi birtist . Þessa frásögn hefur Engilbert sett í bók sína . Kolbeinn í Dal var sjálfmenntaður und- ir handleiðslu fólks sem kom í Æðey og hafði kunnáttu sem það miðlaði til ann- arra . Þegar átti að kenna honum stafina með sér eldri piltum í Æðey kom í ljós að hann var svo smámæltur að hann gat ekki nefnt hljóð b, ð, p, r, s og z . Kennarinn gafst upp á honum og var Kolbeinn hýddur fyrir óþekkt! Skömmu síðar kom stúlka á bæinn og með aðstoð hennar og annarra tókst honum að skerpa svo framburð sinn að hann varð læs . Þegar hann var 10 ára var hann talinn orðinn sæmilega læs á latínuletur . Hann þjálfaði sig sjálfur í skrift en hélt um skriffærið krepptum hnefa þar til prestur leit til hans og benti honum á réttu tökin . Það var ekki fyrr en 1878 sem Kol beinn lærði reikning og má skilja að tilviljun hafi ráðið að hann kynntist margföldunartöfl- unni . Hann fór í gegnum tvær reikningsbækur eftir Eirík Briem sem komu út 1879 og 1880 með félaga sínum, Guðjóni Jónssyni . „Höfðum við, að sjálfsögðu, enga tilsögn, en brutum oft heilan yfir þyngstu dæmunum, en hjálpuðum hvor öðrum á víxl ef annar- hvor okkar gat ekki fundið hina rjettu úrlausn,“ segir Kolbeinn . Kolbeinn segir frá opin ber- um störfum sínum í bók inni en honum var sýndur marg- víslegur trúnaður . Hann tók við odd vita störfum 28 ára og var skip aður hreppstjóri í Snæfjallahreppi 32 ára . Hann var kjörinn sýslunefndarmaður fyrir Snæ - fjalla hrepp árið 1890 og sat í nefndinni til 1936 þegar hann fluttist frá Bæjum . Þá var hann endur skoðandi sýslu sjóðs reiknings og árs reikn inga allra sveitarstjórna í sýslunni og beitti sér fyrir lagfæringum á bókhaldi sveitar- félaga og reikningsfærslu . Auk þess var hann formaður í yfirfasteignamatsnefnd sýslunnar en þá var búið „á hverju koti við Ísafjarðar- djúp, um Jökulfirði, Aðalvík og Norður- strandir að Geirólfsgnúpi,“ segir Engilbert . Kolbeinn lagði fram tillögur um endur bætur á fasteignamatinu sem tekið var mið af við endurskoðun laga um matið árið 1938 . Af þessu má ráða að meðferð á tölum og uppgjör reikninga hafi leikið í höndum Kolbeins í Dal . Honum voru fjármál einnig hugleikin þegar hann tók afstöðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.