Þjóðmál - 01.09.2012, Page 88
Þjóðmál haust 2012 87
hún rekst á vegg, og taka upp nýja . Þetta
er raunar hin stóra söluræða höf undar .
Stefnan er þeim mætti gædd, að hún er yfir
alla gagnrýni hafin . Sé hún gagnrýnd sem
sósíalismi er því auðsvarað: Nei, sósíal isma
er hafnað . Sé hún gagnrýnd fyrir að boða
of mikið ríkisvald er því auðsvarað: Nei,
ríkisvald er slæmt, líkt og auðvald . Í hvert
skipti sem gagnrýni berst á hentistefnuna er
hægt að henda henni eða kalla gagnrýnina
„misskilning“ eða „útúr-
snún ing“ . Ef henti stefn-
an er framkvæmd, og
markmið hennar næst
ekki, er hægt að kalla fram-
kvæmdina gallaða eða
stefnuna misskilda .
Hentistefnan er því mjög
vinsæl hjá þeim sem eru
ósparir á allskyns tillögur
að afskiptum af lífi og
eignum annarra en sjá
aldrei tilætlaðan árangur
erfiðis síns . Stefnan var góð,
en framkvæmdin var röng .
Stefnan virkar, en hún var
misskilin . Vissulega átti
að prenta fleiri peninga, en þeir lentu í
röngum hönd um . Skatta átti vissulega að
hækka, en bara á aðra hópa . Verðmætum
margra efn aðra einstaklinga samfélags ins
átti vissulega að sópa til ríkisins og útdeila
upp á nýtt — það var bara óheppilegt
að verðmætasköpunin stöðv að ist eða
lagði á flótta um leið og stefnan var sett í
framkvæmd .
Höfundur fellur í fjölmargar gildrur sem
aðrir vinstrimenn hafa lagt fyrir blaðamenn
og álitsgjafa í gegnum tíðina . Einkavæð-
ingu á raforkuframleiðslu í Kaliforníu í
Banda ríkjunum er kennt um „blackouts“
á árunum 2000–2001 (bls . 82–83), sem
urðu í raun vegna opinberrar verðstýringar
á rafmagni . Rangir útreikningar Stefáns
Ólafssonar prófessors á „jöfnuði“ á Íslandi
eru endurteknir (bls . 313) . Sú goðsögn
að það hafi verið ríkisvaldið sem fann
upp internetið er notuð til að gefa ríkis-
valdinu klapp á öxlina (bls . 314), en hið
rétta er að um samstarfsverkefni var að
ræða milli Pentagon í Bandaríkjunum og
einkafyrirtækisins Xerox .[1] Kreppan mikla,
sem hófst árið 1929, fær blóra böggul í þá-
verandi forseta, Herbert Hoover, sem að
sögn höfundur skar niður
opinber útgjöld „í stað þess
að dæla fé í efnahaginn svo
hjólin færu að snúast á ný“
(bls . 105), og sömu leiðis
stóð hann fyrir „ónógri
prentun pen inga“ (bls . 91) .
Mætti ætla að höfundar sé
sér stakur stuðn ings maður
rík is út gjaldaaukningar og
pen inga prentunar Georges
W . Bush (hins „frjáls-
hyggju sinnaða“, bls . 86)
og efna hags málastefnu
eftir manns hans, Baracks
Obama . Hvernig hefur
þeim geng ið að eyða og
prenta burt niðursveifluna í hinu banda-
ríska hag kerfi?
Höfundur hafnar mörgu án þess að
rökstyðja mál sitt eða vísa í heimildir . Hann
segir t .d . á einum stað að „[e]kki bendi
rannsóknir heldur til þess að framleiðni
í landbúnaði aukist á svæðum þar sem
jarðnæði hefur verið einkaeignavætt“ (bls .
148) og ætti það að koma mjög mörgum
á óvart . Eyðsluhagfræði Keynes er einnig
haldið á lofti og t .d . sagt að fyrir Japani sé
„efnahagslega óhagkvæmt fyrir landið“ að
íbúar þess séu duglegir að spara (bls . 125) .
Keynes skín líka í gegn þegar því er haldið
fram að „markaðsfrelsi geri efnahagslífið
óstöðugt, sveiflu- og kreppugjarnt“ (bls .
108) . Þó hafði Keynes sjálfur gert sér grein