Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 91
90 Þjóðmál haust 2012 ekki markmið og reynir að ná þeim, segir sá sem hentuglega leyfir sér að hafna allri rökhugsun . Hún gerir eitthvað og stundum leiðir það til þess að aðstæður viðkomandi batna, en stundum ekki . Ekkert er hægt að fullyrða fyrirfram, og það er þeim mun meiri firra að ætla sér að setja fram kenningar sem byggjast á þeirri „fyrirframþekkingu“ að mann eskjur setja sér markmið . Reynslurök á til raunastarfsemi, eða ekkert, segir and- stæð ingur skipulegrar hugsunar um leið og hann undirbýr lofræðu um ágæti sósíal ism- ans . Þessar heimspekilegu skýjaborgir koma samt raunveruleikanum ekkert við . Mann- eskjur setja sér svo sannarlega mark mið og hver einasta athöfn felur í sér hagnað eða tap þótt slíkt verði í fæstum tilvikum sett á mælikvarða peningalegra stærða . Fjárfestirinn setur sér það takmark að ávaxta fé sitt um 1% á ári og leggur sig allan fram til að ná því takmarki, en getur engu að síður mistekist . Hagfræðin byggist á þeirri einföldu vitneskja að ef fólk fær að prófa sig áfram í leit sinni að hamingju, betra lífi, hærri tekjum, eða lestri fleiri bóka þá muni athafnafrelsi gefa sem flestum sem mest svigrúm til að komast að því hvað virkar og hvað ekki í sókninni að tilteknu takmarki eða markmiði . Gildir þá einu hvort um er að ræða frjáls viðskipti risastórra og alþjóðlegra fyrirækja, eða frjáls samskipti nágranna á milli . Ef ríkisvaldið skerðir athafnafrelsið, t .d . með því að gera tekjur fólks að miklu leyti upptækar eða eigur þess að fórnarlömbum smásmugulegra reglugerða um hvað má og hvað má ekki gera við þær, mun tilraunastarfsemi fólks og fyrirtækja þess koðna niður . En þetta er ekki frjálshyggja . Þetta er niður staða hagfræðinnar . Stjórnmálaskoð- un margra er sú að betra sé að allir hafi það jafnskítt, en að sumir hafi það betra en aðrir . Niðurstöður hagfræðinnar hagga ekki við slíkum boðskap . Frjálshyggjumenn hafa tekið niðurstöður hagfræðinnar undir væng sinn og segja, með réttu, að þær sýni svart á hvítu að frjálshyggja, þ .e . andstaða við ríkisafskipti af frjálsu framtaki í kerfi varins eignaréttar, sé ekki bara réttlát og friðsamleg, heldur auki hún einnig hag allra mest . Hagfræði er þó ekki frjálshyggja . Mörgum er samt tamt að tengja saman hag fræði og frjálshyggju, og er það vel ef forsendur þeirrar tengingar eru réttar . Þess má geta að sá sem þetta skrifar er áhuga maður um hina austurrísku hagfræði Ludwigs von Mises, Murrays N . Rothbard og Hans-Hermanns Hoppe, sem Stefán nefnir stöku sinnum á víðfeðmri vegferð sinni . Stefán er ekki hrifinn af fjármálakerfi Vesturlanda . Undir þá óánægju geta frjáls- hyggjumenn tekið, en rök þeirra eru önnur en Stefáns . Stefán vill meina að bankar hafi fengið mikið frelsi og svigrúm og að leikvöllur þeirra hafi verið opinn og án ríkis- afskipta eða -eftirlits . Stefán vísar til orða fjölmargra spekinga máli sínu til stuðnings . Hagfræðin ristir engu að síður mjög grunnt í máli Stefáns . Því er hvergi svarað hvernig gríðar legar verðhækkanir á t .d . hlutabréfum og fasteignum geta átt sér stað án þess að fé sé dregið úr öðrum afkimum hagkerfisins og valdi þar a .m .k . álíka miklum verðlækkunum vegna minnkandi eftirspurnar . Svarið er auðvitað það að almennar verð- og launa hækkanir geta ekki átt sér stað nema peningamagn í umferð sé sífellt að vaxa . Bólur í fasteignaverði hefðu átt að valda a .m .k . svipaðri rýrnun í verðlagi á nánast öllu öðru í hagkerfinu . Engu að síður var raunin sú að allt var að hækka í verði og er raunar enn, enda keyra flestir seðlabankar heimsins peningaprentvélarnar á fullum afköstum og hafa gert síðan um aldamótin, og víða jafnvel mun lengur . En hvað kemur öll þessi hagfræði frjáls- hyggjunni við? Frjálshyggjumenn eru oft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.