Þjóðmál - 01.09.2012, Page 96

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 96
 Þjóðmál haust 2012 95 nálægð . Reglan felur þó ekki í sér að ákvörðun skuli „taka nálægt“ heldur mun fremur að ákvörðunarvald skuli ekki fært til fjarlægari valdastofnana að nauðsynjalausu . Bók Sigurðar Líndals og Skúla Magn- ús sonar er ekki mikil að vöxtum en í henni er mikill og hagnýtur fróðleikur um Evrópusambandið og evrópska efnahagssvæðið . Hún er þarft framlag til almennrar, upplýstrar umræðu um þessi mál þótt sérstakur tilgangur hennar sé að opna laganemum sýn á Evrópurétt . Í leit að hamingjunni Eric Weiner: Hamingjulönd. Landafræði lukk­ unnar. Ólundarseggur leitar uppi hamingju rík­ ustu staði í heimi. Ormstunga, Reykjavík 2011, 329 bls . Eftir Margréti Gunnarsdóttur H vaða tengsl eru á milli landanna Íslands og Katar? Það sem fyrst kemur upp í hugann eru samskipti íslenskra og katarskra auðmanna á uppgangs árun- um fyrir hrun og í bankahruninu árið 2008 . En önnur tengsl eru dregin fram í bókinni Hamingjulönd eftir Eric Weiner, nefnilega að fólkið í Katar og fólkið á Íslandi er skv . alþjóðlegum stöðlum meðal hamingjusamasta fólks í heimi! Eftir að hafa skrifað fréttir frá ófriðar- svæðum um langt árabil ákvað Banda- ríkjamaðurinn Eric Weiner að söðla um og leita uppi hamingjuna víða um heim . Af- rakstur inn er þessi skemmtilega og fróðlega bók . Þau lönd sem urðu fyrir valinu, og fjallað er um í einstökum köflum bókarinnar, eru: Holland, Sviss, Bútan, Katar, Ísland, Taíland, Bretland, Indland og Bandaríkin . En höfundurinn þurfti líka að virða fyrir sér andstæðuna — vansælustu löndin . Þar situr Moldóva á botninum . Eric Weiner fór til allra þeirra tíu landa sem hann fjallar um í bók sinni, kynnti sér aðstæður þar og spjallaði við heimamenn . Skrifin eru á ýmsa lund umhugsunar verð . Kaldhæðni höfundarins, og óvænt sýn á mannlífið, gerir lest ur inn einkar skemmti- legan . Þó að viðhorf fólks, sem höf undur- inn kynntist sjálfur þegar hann dvaldi í tilteknu „hamingjulandi“, séu í fyrirrúmi er margoft vísað í skrif og niður stöður fræði manna og hugsuða, meðal annars á sviði heimspeki, sálarfræði, sagnfræði og jafnvel byggingarlistar . Hamingju lönd er því alls ekki dæmigerð bók um ferðalög og fjarlæg lönd . Gagnlegt hefði því verið ef nafnaskrá hefði verið að finna á öftustu síðum bókarinnar . Eric Weiner er hugsi yfir ýmsu sem hamingju sálfræðingarnir bera á borð fyrir hann . Hann á langt tal við prófessor í ham- ingjufræðum, Eric Veenhoven . Sá segist hafa verið svo heillaður af hugmynd um Jeremys Bentham, um sem mesta ham ingju fyrir sem flesta, á námsárum sínum (en þá var helsta átrúnaðargoð skóla félaga hans Che Guevara) að hann hafi leiðst út í sálfræði- nám . Hann vildi læra um heil brigðar sálir og hamingjuríkt líf . Annar fræði maður á þessu sviði, Ron Inglehart, prófessor við háskólann í Michigan, hefur notað starfsævi sína að mestu leyti til þess að rannsaka sambandið á milli lýðræðis og hamingju . Hamingjurannsóknir undanfarinna ára- tuga byggja á einni grundvallarspurningu: „Hversu hamingjusamur finnst þér þú vera núna, þegar öllu er á botninn hvolft?“ Það er allt og sumt . Og niðurstöðurnar láta ekki

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.