Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 96
 Þjóðmál haust 2012 95 nálægð . Reglan felur þó ekki í sér að ákvörðun skuli „taka nálægt“ heldur mun fremur að ákvörðunarvald skuli ekki fært til fjarlægari valdastofnana að nauðsynjalausu . Bók Sigurðar Líndals og Skúla Magn- ús sonar er ekki mikil að vöxtum en í henni er mikill og hagnýtur fróðleikur um Evrópusambandið og evrópska efnahagssvæðið . Hún er þarft framlag til almennrar, upplýstrar umræðu um þessi mál þótt sérstakur tilgangur hennar sé að opna laganemum sýn á Evrópurétt . Í leit að hamingjunni Eric Weiner: Hamingjulönd. Landafræði lukk­ unnar. Ólundarseggur leitar uppi hamingju rík­ ustu staði í heimi. Ormstunga, Reykjavík 2011, 329 bls . Eftir Margréti Gunnarsdóttur H vaða tengsl eru á milli landanna Íslands og Katar? Það sem fyrst kemur upp í hugann eru samskipti íslenskra og katarskra auðmanna á uppgangs árun- um fyrir hrun og í bankahruninu árið 2008 . En önnur tengsl eru dregin fram í bókinni Hamingjulönd eftir Eric Weiner, nefnilega að fólkið í Katar og fólkið á Íslandi er skv . alþjóðlegum stöðlum meðal hamingjusamasta fólks í heimi! Eftir að hafa skrifað fréttir frá ófriðar- svæðum um langt árabil ákvað Banda- ríkjamaðurinn Eric Weiner að söðla um og leita uppi hamingjuna víða um heim . Af- rakstur inn er þessi skemmtilega og fróðlega bók . Þau lönd sem urðu fyrir valinu, og fjallað er um í einstökum köflum bókarinnar, eru: Holland, Sviss, Bútan, Katar, Ísland, Taíland, Bretland, Indland og Bandaríkin . En höfundurinn þurfti líka að virða fyrir sér andstæðuna — vansælustu löndin . Þar situr Moldóva á botninum . Eric Weiner fór til allra þeirra tíu landa sem hann fjallar um í bók sinni, kynnti sér aðstæður þar og spjallaði við heimamenn . Skrifin eru á ýmsa lund umhugsunar verð . Kaldhæðni höfundarins, og óvænt sýn á mannlífið, gerir lest ur inn einkar skemmti- legan . Þó að viðhorf fólks, sem höf undur- inn kynntist sjálfur þegar hann dvaldi í tilteknu „hamingjulandi“, séu í fyrirrúmi er margoft vísað í skrif og niður stöður fræði manna og hugsuða, meðal annars á sviði heimspeki, sálarfræði, sagnfræði og jafnvel byggingarlistar . Hamingju lönd er því alls ekki dæmigerð bók um ferðalög og fjarlæg lönd . Gagnlegt hefði því verið ef nafnaskrá hefði verið að finna á öftustu síðum bókarinnar . Eric Weiner er hugsi yfir ýmsu sem hamingju sálfræðingarnir bera á borð fyrir hann . Hann á langt tal við prófessor í ham- ingjufræðum, Eric Veenhoven . Sá segist hafa verið svo heillaður af hugmynd um Jeremys Bentham, um sem mesta ham ingju fyrir sem flesta, á námsárum sínum (en þá var helsta átrúnaðargoð skóla félaga hans Che Guevara) að hann hafi leiðst út í sálfræði- nám . Hann vildi læra um heil brigðar sálir og hamingjuríkt líf . Annar fræði maður á þessu sviði, Ron Inglehart, prófessor við háskólann í Michigan, hefur notað starfsævi sína að mestu leyti til þess að rannsaka sambandið á milli lýðræðis og hamingju . Hamingjurannsóknir undanfarinna ára- tuga byggja á einni grundvallarspurningu: „Hversu hamingjusamur finnst þér þú vera núna, þegar öllu er á botninn hvolft?“ Það er allt og sumt . Og niðurstöðurnar láta ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.