Þjóðmál - 01.12.2012, Side 4
Ritstjóraspjall
Vetur 2012
_____________
Íslendingar ættu að taka sér Kanadamenn til fyrirmyndar, eins og áður hefur verið
lagt til í Þjóðmálum (sjá ritstjóras pjall í
sumar hefti 2009) . Við þurfum nauðsyn-
lega að sníða okkur stakk eftir vexti eins og
Kanada menn gerðu á sínum tíma .
Í upphafi tíunda áratug ar ins voru Kanada -
menn að sligast und an sí aukn um ríkis af-
skiptum, ríkisskuldum og skatta áþján . Svipað
var þá komið fyrir efna hags líf inu í Kanada eins
og í ríkj un um í Evrópu sambandinu, sem nú
glíma við óviðráð an legar skuldir og hnignandi
hag kerfi, „Europe’s PIIGS“ eins og þau eru
stundum kölluð á ensku eftir upphafsstöfum
landa heitanna: Portúgal, Ítalíu, Írlandi, Grikk-
landi og Spáni . Í háðungarskyni vísaði Wall
Street Journal til Kanada sem „heiðursfélaga
Þriðja heimsins“ og gjaldmiðill landsins,
Kanada dollar (sem sumir Íslendingar vilja
óðir og uppvægir gera að gjaldmiðli Íslands),
var gjarnan kallaður „Peso norðursins“ .
Kanadamenn gátu ekki beðið Þjóðverja
um að skera sig úr skulda snör unni, þeir urðu
að ráða fram úr vandanum upp á eigin spýt-
ur . Og það gerðu þeir með glæsibrag .
Þeir réðust gegn ríkis skrímslinu sem var að
kæfa allt framtak í land inu . Með samstillt-
um aðgerðum lækkuðu þeir útgjöld ríkisins
um 20% á aðeins þremur árum . Stjórnkerfið
var stokkað upp og útgjöldum forgangs rað-
að . Auð vitað heyrðist ramakvein úr öllum
áttum (kennarar í ríkisháskólum kvörtuðu
t .d . sáran undan því að þurfa að samnýta síma
með sam kennurum sínum!), en það tókst
að snúa við blaðinu . Jafnframt voru skattar
lækkaðir og gripið til margvíslegra aðgerða,
svo sem að draga úr reglugerðafarganinu, til
að örva nýja atvinnustarfsemi og efla rann-
sóknir og þróun .
Áhrifin létu ekki á sér standa . Hag kerfið tók
hressilega við sér og ríkisskuldir stór lækkuðu,
úr 70% af þjóð ar f ramleiðslu í undir 20% .
Þetta gerði það að verkum að Kanadamenn
voru miklu betur í stakk búnir til að takast
á við vanda fjármálakreppunnar árið 2008
en flestar þjóðir heims . Þá er þess að geta að
í Kanada var við lýði íhaldssöm bankalöggjöf
sem gerði það að verkum að bankar þar í landi
sluppu allra banka best frá fjármálakrísunni .
Þetta var meðal þess sem ég vakti máls á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík í nóvember sl . Ég lagði til að gerð
yrði víðtæk úttekt á ríkisgeiranum með
það fyrir augum að laga hann að þörfum
300 .000 manna þjóðfélags . Aðeins með
þeim hætti, ásamt róttækri for gangsröðun,
væri unnt að lækka umtalsvert skatta á
einstakl inga og fyrirtæki og skapa öflugt
velferðar- og menntakerfi til framtíðar .
Einnig hélt ég fram hinum gömlu og góðu
gildum sjálf stæðisstefnunnar, þ .e . hefð -
bundnum íhaldsgildum með frjáls lyndu
ívafi . Þar ber hæst traust, ábyrgð, ráð deild,
góða dómgreind og varðstöðu um siði og
venjur sem reynst hafa þjóðinni vel í ald-
anna rás, ásamt vilja til að breyta og bæta í
ljósi reynslunnar .
Þessi boðskapur átti því miður ekki upp á
pallborðið meðal sjálfstæðismanna í Reykja-
Þjóðmál VETUR 2012 3