Þjóðmál - 01.12.2012, Page 10

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 10
 Þjóðmál VETUR 2012 9 I . Kosningaveturinn verður alþingis-mönn um erfiður . Þeir deila um stórt og smátt, þó einkum stórt þegar litið er til meginmála sem liggja fyrir alþingi . Staðan á ekki eftir að batna eftir því sem nær dregur kosningum og línur skýrast enn frekar varðandi væntanlegt fylgi flokkanna . Þegar þetta er ritað benda kannanir til þess að Sjálf stæðis flokkurinn (S) geti myndað tveggja flokka stjórn með Samfylkingunni (SF) annars vegar eða Framsóknarflokknum (F) hins vegar . Að öðrum kosti verði um fjögurra flokka stjórn að ræða með sjálf- stæðis menn utan dyra . Eina von vinstri- grænna (VG) um að setjast í ríkisstjórn að nýju er slík fjögurra flokka stjórn . Stein- grímur J . Sigfússon mundi ekki taka annað í mál en hann yrði forsætisráðherra við þær aðstæður, stórmennska hans eykst í öfugu hlutfalli við minnkandi fylgi flokks hans . Við hinar erfiðu aðstæður sem myndast hafa á alþingi er borin von að þar náist sam- staða um nokkur meginmál fram að kosn- ingum . Vinstri-grænir hljóta að sjá í hendi sér að þeir ná sér ekki á strik með því að sitja lengi enn í ríkisstjórn með Samfylkingunni . Spenna milli stjórnarflokkanna eykst . Samfylkingin riðlast vegna formannskjörs . Jóhanna Sigurðardóttir verður sífellt meira samdauna fortíðinni . Séu þjóðarhagsmunir hafðir að leiðarljósi er skynsamlegt að rjúfa þing strax og ganga til kosninga . Stjórnarskútunni hefur verið siglt í strand . Alþingi hefur enn sett ofan . Árni Þór Sigurðsson (VG) leyfði sér að fresta þingfundi og yfirgaf forsetastól alþingis til að flytja „inngang“ á einhverjum fundi um Palestínumál . Björn Valur Gíslason (VG), formaður fjárlaganefndar alþingis, og Lúðvík Geirsson (SF) urðu sér til skammar við umræður um fjárlögin á þingi þegar þeir héldu því að sjónvarpsáhorfendum með spjöldum fyrir framan ræðustól alþingis að ræðumaður, Illugi Gunnarsson (S), stund- Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Þing ber að rjúfa strax

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.