Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 15
14 Þjóðmál VETUR 2012
ingu og metnaði“, þvert á móti sætir með-
ferð málsins mikilli gagnrýni utan þings
sem innan .
Lærðir menn á sviði lögfræði og stjórn-
málafræði keppast við að flytja varnaðarorð
vegna málsmeðferðarinnar sem þeir telja
forkastanlega og stangast á við allt sem
kenna megi við „virðingu og metnað“ .
Eftir að skýrsla rannsóknarnefndar
alþingis um hrun fjármálakerfisins birtist
setti þingið á fót nefnd þingmanna til að
skoða skýrsluna og leggja mat á hana með
hag alþingis í fyrirrúmi . Í áliti nefndarinnar
sagði meðal annars:
Alþingi á að vera vettvangur umræðu sem
tekur mið af almannahagsmunum . Góð
stjórnmálaumræða næst fram með því að
láta andstæð sjónarmið mætast þar sem
byggt er á staðreyndum og málin eru
krufin til mergjar . Íslensk stjórnmál hafa
ekki náð að þroskast nægilega í samræmi
við það . Stjórnmálaumræður á Alþingi
hafa einkennst um of af kappræðum
og átökum og því þarf að efla góða
rökræðusiði á Alþingi . Mikilvægt er að
Al þingi ræki umræðuhlutverk sitt og sé
vett vangur lýðræðislegra og málefnalegra
skoðana skipta .
Þegar stjórnarskráin sjálf er til meðferðar
er þessi ábending þingmanna sjálfra að
engu höfð . Öllum frestum og skilyrðum
er hagað á þann veg að ætlunin er aug-
ljóslega að hefta umræður og setja mál-
efnalegum skoðanaskiptum skorður . Hug-
ur stjórnarþingmanna til umræðna í þing-
salnum birtist best á spjöldunum, MÁL-
ÞÓF, sem Björn Valur Gíslason (VG) og
Lúðvík Geirsson (SF) báru fram fyrir sjón-
varps áhorfendur þegar Illugi Gunn arsson
(S) talaði um fjárlagafrumvarpið að kvöldi
30 . nóvember 2012 .
IV .
Ekkert bólar á tillögum stjórnarflokk-anna um afnám gjaldeyrishaftanna .
Þeir munu ekki flytja neinar tillögur í þá
veru . Samfylkingarfólk vill að höftin gildi
svo að það geti notað þau sem rök fyrir
aðild að ESB . Eina leiðin til að losna við
höftin sé að ganga í ESB . Vinstri-grænir
vilja halda í höftin af því að þau eru angi á
ofríkisstefnu VG í efnahagsmálum . Þau gefa
stjórnmálamönnum færi á að hlutast til um
málefni fyrirtækja og setja þeim stólinn fyrir
dyrnar sem eru stjórnvöldum ekki að skapi .
Steingrímur J . Sigfússon telur sig ekki
aðeins hafa hag af að halda í gjaldeyrishöftin
heldur vill hann viðhalda sem mestri leynd
yfir eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum .
Hann lætur eins og frumvarp um að aflétta
þessari leynd sé í smíðum en augljóst er þar
er enn einu sinni eitthvað á ferðinni til að
blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga .
Ekkert er gefið upp um hvert skuli stefnt
með nýjum lagaákvæðum .
Jóhanna Sigurðardóttir svarar gagnrýni
á hvernig staðið er að uppgjöri og nauða-
samningum við kröfuhafa Glitnis og Kaup-
þings á þann veg að Már Guðmundsson
seðlabankastjóri hafi málið í hendi sér .
Seðlabankinn fari með reglugerðarvald
varðandi útstreymi gjaldeyris . Bankinn bíði
eftir að nauðasamningar klárist, þá muni
hann grípa til sinna ráðstafana . „Ég held því
að seðlabankinn hafi fullt vald á stöðunni
og muni gæta þess að útstreymið hafi
ekki neikvæð áhrif á stöðugleika og gæta
þjóðhagsvarúðar,“ sagði Jóhanna á alþingi
15 . nóvember 2012 . Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, taldi hins
vegar varasamt að treysta jafnmikið á
seðla bankann og forsætisráðherra vildi
gera . Bankinn hefði misreiknað sig um
800 milljarða króna við mat á erlendri