Þjóðmál - 01.12.2012, Page 24

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 24
 Þjóðmál VETUR 2012 23 Mbl . og sagðist hafa verið nokkuð hugsi út af ummælum, sem M . lét falla, þegar við hittumst á Ægissíðu (móttökuhús Seðlabankans, innskot höf .) í október ásamt Eykon, Höskuldi og Baldvin Tryggvasyni . Þá hefði M . talað um það, hversu neikvætt andrúmsloft hefði verið í kringum blaðið, þegar hann byrjaði að vinna þar 1951 . Kvaðst Geir vona að þetta þýddi ekki að ritstjórar Mbl . væru nú að reka blaðið með það í huga að afla sér vinsælda . Hann bætti því við, að hann teldi að blaðið væri ekki nógu hart í stjórnarandstöðu . M . svaraði þessu fyrst og minnti á að rósin í hnappagat Geirs væri heiðarleiki hans, sem allir viðurkenndu . Hann hlyti því að skilja að ritstjórar Morgunblaðsins hefðu áhuga á því að leiða blaðið undir merkjum trausts og heiðarleika, þótt festan væri ekki minni en áður . Og ekki þyrfti að minna þá menn á að festa gæti verið mikilvægari en vinsældir, sem leitt hefðu blaðið í gegnum brotsjói öndverðs almenningsálits í þorskastríðinu 1976 en þá hefði verið illstætt í brúnni . Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu þá jafnvel talað um úrsögn úr Nató . Geir tók þessu vel — sagði: Ég gefst upp! Ég bætti svo við orð M . og kvaðst

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.